Það var mjög gaman á þessum jólum.
Öddi bróðir kom þannig að öll fjölskyldan var saman, ég, mamma, pabbi, Öddi bróðir, Denni bróðir, Sigga mágkona og Fanndís bróðurdóttir!
Við byrjuðum að borða klukkan 8 afþví pabbi þurfti að vinna. Þannig hefur það verið í nokkur ár. Við vorum bara fjögur fyrst að borða en Denni, Sigga & Fanndís komu seinna.
Í matinn fengum við kalkún með allskonar gómsætu meðlæti. Þegar við vorum búin að borða fórum við inn í litlu stofuna og byrjuðum að taka upp pakkana smátt og smátt.
Þegar við vorum að verða búin með helminginn komu Denni, Sigga & Fanndís.
Fanndís byrjaði strax að hjálpa til við að taka upp pakkana því annars leiðist henni! Allir voru í jólaskapi og við hlógum mjög mikið. Við fengum margar gjafir svo við tókum smá pásu og fengum frómas með möndlu.
Pabbi fékk möndlugjófina en hann og Denni hafa skipst á að fá hana lengi! Við vorum heillengi að borða frómasin og þetta var mjög mikið laumuspil þangað til í restina þegar við vorum öll farin að spá í hver væri með möndluna!
Pabbi fékk rosalega flottan snjókarl og vasaljós í möndlugjöf. Þegar frómasinn var búinn kláruðum við að taka upp pakkana og Fanndís var alveg í essinu sínu og hjálpaði til við að taka upp pakkana þegar hún var ekki með pakka sjálf!
Þegar allir pakkarnir voru búnir fórum við að spila Friends spilið sem Öddi fékk í jólagjöf frá mér! Öddi vann eins og venjulega en hann veit eiginlega allt um Friends! Svo lékum við okkur í Xbox tölvunni sem ég fékk frá mömmu&pabba og skemmtum okkur vel! Við fórum ekki að sofa fyrr en seint um nóttina!
Á jóladag fórum við upp á Selló í jólaboð eins og vanalega! Mjög skemmtilegt. Öll fjölskyldan mín, Veigars frænda & gamlingjarnir voru mætt á svæðið!
Við fengum allskonar góðar kökur, tertur, heita rétti, súkkúlaði, nammi og fleira þar! Allt rosalega gott og við vorum þar alveg þangað til um kvöldið. Þá fórum við heim og fengum okkur meira að borða og horfðum svo á sjónvarpið!
Áramótin voru mjög skemmtileg í ár! Margir ættingjar komu upp á Selló!
Við fengum mjög góðan mat, súpu, lambalæri og náttúrulega helling af snakki!
Það var engin brenna um kvöldið þannig við byrjuðum aðeins að sprengja upp eina tertu og svona!
Svo byrjaði áramótaskaupið og það var alveg frábært! Allir voru sammála um það!!
Svo eftir skaupið fórum við út og byrjuðum að sprengja! Vegna veðurs sáum við bara flugeldana og terturnar sem voru í götunni en það var alveg nóg!
Svo fórum ég og Smári í snjóslag og hann ýtti mér í snjóinn þannig mér varð ískalt!
Um eittleytið lögðum við svo að stað heim á leið og vorum um tvo klukkutíma á leiðinni vegna veðurs! Við vorum heillengi að komast þessa fimm kílómetra en tókst það svo að lokum og mér var farið að syfja í bílnum með Fanndísi sofandi með hliðina á mér!
Smári og Veigar komu að hjálpa okkur og þegar við komum heim tókum ég og Smári smá snjóslag þannig mér varð svolítið kalt aftur! Ég var um klukkutíma að fá Fanndísi til að sofna aftur þegar ég fór loksins inn en þegar hún sofnaði fékk ég mér pizzu, snakk, nammi og gos og horfði á sjónvarpið til sex! Þá byrjaði ég að reyna að sofna og var ekki fyrr sofnuð þegar Fanndís vaknaði! Sem betur fer sá mamma um hana þannig ég gat farið aftur að sofa:)
Á nýársdag gerði ég ekkert annað en að sofa, borða nammi og snakk, passa Fanndísi og horfa á sjónvarpið!!
Takk fyrir mig!
We were swimming in the ocean