
Nú er jólasagnasamkeppninni lokið og aðeins eftir að finna út hver vinnur hana. Ég er búin að setja nöfn allra sagnanna sem taka þátt og höfunda þeirra á jólaáhugamálið og þar getið þið smellt á nafn hverrar sögu og lesið hana.
Seint annað kvöld, þann 28. desember mun ég setja könnun á síðuna þar sem þið getið kosið þá sögu sem ykkur finnst eiga skilið að sigra. Könnunin mun að öllum líkindum standa yfir í tvo sólarhringa og ég vona að sem flestir greiði þeirri sögu sem þeim þykir best sitt atkvæði.
Endilega kíkið á jólasögurnar.
Jólakveðja; Karat
E.s. það er enn hægt að skrá sig sem jólabarn dagsins ;)