Hæ…þetta er fyrir jólasögukeppnina…ég ákvað bara að taka þátt áðan og skrifaði þetta eins fljótt og ég gat..vonandi er ennþá hægt að senda inn!



Nóttin fyrir jól



Ég sit á gólfinu í herberginu mínu, fæturnir í indjána stöðu, Muse í gangi og teikniblokkin opin fyrir framan mig.
Alltaf þegar mér líður illa eða hef ekkert að gera, þá set ég á einhverja skemmtilega tónlist og teikni.
Í þessu tilviki er ekkert að gera.
Ég var að klára að krassa upp litla Chibi-stelpu, með stóran, sætan haus og lítinn, dúllulegan líkama…
Ég loka augunum og hugsa um hvaða bakgrunn þessi litla, lífsglaða stelpa gæti haft…kannski var hún prinsessa…nei-of barnalegt…kannski eru foreldar hennar dánir…nei-of sorglegt…kannski hélt pabbi hennar framhjá mömmu hennar með bestu vinkonu mömmu hennar og svo skildi pabbi hennar við mömmu hennar og giftist bestu vinkonu mömmu hennar, en nú eru nýja kona pabba hennar og pabbi hennar alltaf að rífast…nei-of sápuóperulegt…úff…ég veit! Þetta er litla stúlkan sem hefur engan bakrunn því að skapari hennar hefur ekkert ímyndunarafl!
Ég brosi með sjálfri mér og stend upp. Hart parketið verður óþægilegt ef maður situr of lengi á því. Ég lít út um gluggan og virði fyrir mér stjörnubjartan nátthimininn. Klukkan var farin að ganga 3 á Þorláksmessukvöldi(eða hvað sem það heitir)…það er svo pirrandi að maður getur aldrei sofnað á svona dögum, fyrir afmælið, fyrir fyrsta skóladaginn, fyrir ferð til útlanda og fyrir aðfangadag!
Það er svo skrítið, að alltaf þegar ég lít út um gluggan sé ég karlsvagninn eins og hann sé eina stjörnumerkið á öllum himninum.
Ég elska vetrarnætur. Þær eru svo kaldar og þurrar, loftið verður einhvernvegin…frískara.
Ég sá einu sinni Betlehemstjörnuna. Hún var á stærð við tunglið, og skein í austri, þar sem sólin kemur upp! Hún var það fallegasta sem ég hef nokkurntíma séð! Kannski það sé kominn nýr frelsari, sem leisir upp öll þessi hræðilegu stríð og alla þessa fátækt og allt það sem tengist einhverju slæmu.
Það vitraðist mér einu sinni engill í draumi. Hann var ekki jafnstór og fólk heldur að englar séu. Hann var bara barn. Kannski svona sex ára. Ég spurði hann reyndar, en hann sagðist vera 200 ára. Ég trúði því nú varla en þá sagði hann mér að hann hafði dáið 6 ára, en eftir að hann fór til himna þá var hann alltaf í sama líkama, þó að sálin og hugurinn eldist.
Hann virkaði eitthvað svo aumur, svo líflaus…hann var auðvitað ekki lifandi, en samt…ég hélt alltaf að englar væru risastórir, vængjahafið margir metrar og blindandi birtu myndi lísa af þeim.
Hann var ekki þannig.
Hann var lítill og fölur, hann var sammt fallegur, en á mjög sorglegan hátt. Það stafaði aðeins daufa birtu af honum, en vængirnir…þeir voru stórir og líflegir, ekki í samræmi við engilinn.
En engillinn sagði eitthvað við mig. Ég skildi það ekki. En ég skrifaði það sem hann sagði ósjálfrátt niður um leið og ég vaknaði. Ég er búin að bera það saman við ítölsku, spænsku, sænsku og einhver önnur tungumál sem ég man ekki hver voru, jú, grísku líka, en ég finn enga íslenska-ísraelska orðabók sem ég gæti stuðst við, en ég held að það sé líklegast að þetta sé ísraelska, eða hvað sem tungumálið heitir!
En heyriði, ég er orðin þreytt og ég ætla að nýta tækifærið til að sjá hvort ég geti sofnað, bless!
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*