Þessi saga á að vera með í keppninni :D Njótið vel!

Einu sinni var lítill jólasveinn að nafni Grenisveinn.
Grenisveinn var mjög lágvaxinn og frekar feitlaginn jólasveinn. Hann var alltaf í þessum dæmigerðu jólasveinafötum eins og allir hinir bræður hans en það var eitt sem skar hann úr, hann var ekki með þessa venjulegu jólasveinahúfu eins og tíðkaðist, heldur var hann alltaf með grenikrans á höfðinu, þessvegna kallaðist hann Grenisveinn.
Einn daginn þegar Grenisveinn var að sinna þessum daglegu skyldustörfum sínum, þá hikstaði hann allt í einu alveg ægilega hátt og um leið missti hann kambinn sem hann hélt á (hann var að kemba einu af hreindýrunum þegar þetta gerðist), hann var hissa á því hvað þessi hiksti var hávær en kippti sér ekkert meira upp við það og gleymdi þessu strax.
Eftir kannski 10 mínútur þá urðu eyrun á honum oddmjó, og þá varð hann fyrst hræddur.
Hann spurði alla sem hann hitti um ráð en enginn vissi hvað ætti að gera.
Grenisveinn var áhyggjufullur um að hiksta aftur svo að hann reyndi allt sem hann gat til að koma í veg fyrir það.
“Reyndu að halda niður í þér andanum, það bregst aldrei” ráðlagði Giljagaur honum en allt kom fyrir ekki, eyrun breyttust ekki vitund.
Grenisveinn ákvað að spyrja Stekkjastaur, hann var nú elstur af þeim bræðrum og vitrastur.
Stekkjastaur var langur og mjór jólasveinn með snjóhvítt skegg sem náði honum alveg niður á bringu, hann lá ofan á heysátu inní fjósinu, hann reykti pípuna sína og lét fara vel um sig.
Stekkjastaur var nú lagstur í helgan stein, hann var orðinn alltof gamall og þreyttur til að bera út pakkana, og svo voru nú líka fullt af nýjum jólasveinum sem sáu um það.
“Kæri stekkjastaur, vildirðu vera svo vænn að hjálpa mér?” spurði Grenisveinn, hann hafði tekið ofan kransinn og horfði nú uppá Stekkjastaur því að hann var miklu stærri en hann.
“Nú! Hvað amar nú að?” spurði Stekkjastaur hátt, “eh…eyrun mín eru orðin oddmjó” sagði Grenisveinn skömmustulega.
Stekkjastaur hló hásum hlátri, “þessir krakkar nú til dags…” muldraði hann “en hvernig náðirðu þér í þessi apaeyru?” spurði hann Grenisvein.
“Ég er nú enginn krakki, ég er næstum orðin hundrað ára og fæ að bera út jólapakka á næsta ári” sagði Grenisveinn með nýfengnum kjarki við Stekkjastaur, “og svo eru þetta ekki apaeyru!” hann setti á sig kransinn og hlammaði sér niður við hliðina á Stekkjastaur.
“Nú jæja kæri sveinn! Þú kannt að bera fyrir þig orði” sagði Stekkjastaur og settist upp, “en hvernig fékkstu þessi eyru eiginlega? Ég verð að fá að vita það ef ég á að hjálpa þér” sagði hann svo og beið eftir svari frá Grenisveini.
“Ja…ég var að kemba Þyt og allt í einu þá hikstaði ég alveg ógurlega” sagði hann lúpulegur, “og stuttu seinna þá urðu eyrun mín svona. Getur þú hjálpað mér að losna við þessi fjárans eyru? Ég er hræddur um að ég hiksti aftur. Ég er búin að reyna allt sem mér dettur í hug til að hikstinn hverfi” sagði hann við Stekkjastaur.
“Tjah, ég veit nú ekki hvort ég get eitthvað hjálpað þér. Ertu búin að reyna allt sem þú getur segirðu?” spurði hann Grenisvein, “já, ég er búin að reyna að nota gamla ráðið, að halda niður í mér andanum í von um að losna við hikstann og ég veit ekki um neitt annað sem ég get gert” sagði Grenisveinn vonleysislega.
“Komdu með mér Grenisveinn litli, við skulum fara í ferð” sagði Stekkjastaur og drattaðist á fætur.
“Hvert erum við að fara?” spurði hann og stóð upp, “við erum að fara til Norðurpólsins til að hitta hinn eina sanna yfirjólasvein” sagði Stekkjastaur og setti upp jólasveinahúfuna.
Grenisveinn hafði aldrei hitt yfirjólasveininn áður en hann hafði heyrt fullt af sögum um hann frá sendisveinunum hans, jólaálfunum sem komu oft í heimsókn.
“Ertu að meina það?” spurði hann Stekkjastaur og hoppaði upp og niður af kæti, “erum við að í alvöru að fara að hitta hann?” spurði hann yfir sig ánægður.
“Já, það er orðið langt síðan ég hitti hann sveinka gamla og það verður gaman að hitta hann aftur” sagði Stekkjastaur og fór í stóra þykka frakkan sem hann var alltaf í.
Hann leiddi Grenisvein inní stóran skúr sem stóð þarna uppvið húsið og rykkti upp dyrunum, skúrinn var miklu stærri að innan en utan, hann var risastór og þar inni voru tugir vagna, litlir vagnar, stórir vagnar og allar gerðir af vögnum.
Grenisveinn horfði á þetta alltsaman, hann fór út úr skúrnum og virti hann fyrir sér.
Skúrinn var gamall og hrörlegur, hann var rauðmálaður en sumstaðar sást í gráa steypuna undan málningunni, það sást ekkert í þakið því það var hlaðið snjó, Grenisveinn sá bara einn glugga og ef hann leit innum gluggan þá sá hann bara gamalt drasl inní skúrnum.
Svo fór Grenisveinn aftur inn og horfði í kringum sig með furðusvip, Stekkjastaur sá það og brosti “þetta eru bara sjónhverfingar, það eru sumir sem vildu gjarnan stela svona gripum” sagði hann og benti á vagnana.
Stekkjastaur var búin að ná í einn vagninn og settist uppí hann og Grenisveinn fór að dæmi hans. Vagninn var grænn með mjúkum leðursætum og þar var hólf með fullt af teppum og birgðir af jólasmákökum og hitabrúsa fullum af sjóðandi heitu súkkulaði.
“Hotthott!” sagði Stekkjastaur skipandi við vagninn, Grenisveinn var hissa á að hann vissi ekki að það þyrfti hreindýr til að draga vagninn, hann færi ekkert af stað af sjálfu sér. En sú var einmitt raunin, vagninn flaug af stað og stefndi beint á vegginn, Grenisveinn reyndi að skýla sér, hann bjóst við hörðum árekstri.
Vegurinn var eins og þoka þegar þeir flugu beint í gegnum hann eins og ekkert væri fyrir.
Stekkjastaur hló bara að Grenisveini, “þetta venst” sagði hann við Grenisvein, “eitthvað held ég að ég verði lengi að venjast þessu” sagði Grenisveinn og dæsti.

“Við erum komin Þyrnirós” sagði Stekkjastaur og ýtti við Grenisveini sem lá í aftursæti vagnsins undir þykku teppi.
Hann umlaði “hmmm” og lagðist á hina hliðina. En svo áttaði hann sig, hann henti af sér teppinu og stökk niður úr vagninum. “Erum við komin?” spurði hann með eftivæntingu, hann var yfir sig spenntur.
“Já, við erum komin. Hér er jólahöllin” sagði Stekkjastaur og benti kæruleysislega í átt að einni stórfenglegustu höll sem Grenisveinn hafði nokkurn tíman séð.
Grenisveinn greip andann á lofti, hann horfði orðlaust á dýrðina.
Höllin var stór og grá, hún var með fjórum rauðum turnum efst og það hengu grýlukerti útum allt.
Grenisveinn lét Stekkjastaur leiða sig upp að höllinni, Stekkjastaur bankaði fast á risavaxna, volduga hurðina.
Lítill hleri á miðri hurðinni var opnaður, í ljós komu tvö græn augu, “hvað viltu?” spurði veran í hleranum, “við erum Stekkjastaur og Grenisveinn, við erum komin hingað til að hitta jólasveininn” sagði Stekkjastaur við veruna.
“Ég sé bara þig, hvar er hinn?” spurði veran, hún gat ekki séð Grenisvein vegna þess að hann var svo lágvaxinn þótt að hlerinn væri á miðri hurðinni, hurðin var svo stór að hausinn á Stekkjastaur rétt nam við hleraopið.
“Ég er hér!” sagði Grenisveinn ergilega við veruna, hún leit á hann og horfði forvitnislega á eyrun á honum, hún kinkaði svo kolli og opnaði dyrnar.
Í ljós kom lítill salur með mjúkum stól rétt við dyrnar og stórum skáp upp við einn vegginn, þar inni voru þrír litlir álfar sem komu flögrandi til að taka við yfirhöfnunum.
Svo kom Grenisveinn auga á græneygðu veruna sem hafði opnað fyrir þeim, hún var ekki nema meter á hæð, hún var með dökkt krullað hár og var í dökkgrænum kirtli, á bakinu hafði hún vængi sem bærðust svo hratt að næstum ógerlegt var að sjá þá.
Hún hafði uppmjó eyru og augun hennar voru óeðlilega stór en samt falleg, hún skartaði nettri hálsfesti utan um grannan hálsinn, nistið var ljósgrænt og það myndaði form laufblaðs.
Grenisveinn starði hugfanginn á veruna þar til Stekkjastaur ýtti við honum, “komdu nú og hættu að stara á Döru” sagði hann og ýtti honum áfram.
Grenisveinn roðnaði og leit niður, Dara hló og fór á undan þeim upp hringstiga skreyttum grenigreinum og rauðum berjum.
“Þessa leið” sagði Dara og fór inn í langan gang, hún fór alveg í endann á ganginum og opnaði dyr og benti þeim að ganga inn.
Þar inni sat jólasveinnin í stórum mjúkum hægindastól fyrir framan arin, hann hafði þykkt hvítt skegg og var í rauðri skyrtu og hafði axlabönd til að halda rauðum buxunum uppi, hann var í rauðum ullarsokkum og hvíldi fæturnar á skemil.
Hann var með rjótt andlit og góðleg augu, hann hafði gylltar lonníettur á nefinu og horfði einbeittur á dagblaðið sem hann hafði í hendinni.
Hann tók ekki eftir gestunum strax fyrr en Dara tók til máls “kæri herra, það eru komnir gestir til þín, Stekkjastaur og Grenisveinn” sagði hún og hneigði sig.
Jólasveinninn lagði dagblaðið á borð sem var þarna og leit á þau “velkomin og gerið svo vel að setjast” sagði hann og þeir settust niður í sófa sem var þar upp við einn vegginn.
“Dara, vildirðu vera svo væn að ná í heitt súkkulaði handa mér og gestum mínum?” spurði hann Döru sem stóð enn hjá dyrunum, “sjálfsagt herra!” sagði hún og svo var hún þotin.
Grenisveinn vissi ekki hvað hann átti að gera, ekki gat hann bara sagt uppúr þurru að hann hefði allt í einu fengið oddmjó eyru.
Stekkjastaur tók af skarið “kæri jólasveinn, vinur minn hérna á við smá vandamál að stríða eins og þú kannski sérð” sagði hann og leit á Grenisvein.
“Nújæja, hvernig kom til að þú ert með álfaeyru?” spurði hann eins og ekkert væri eðlilegra.
“Álfaeyru?” spurði Grenisveinn hissa, “ég vissi ekki að þetta væru álfaeyru”
“Þetta eru álfaeyru, ég þekki það því að Dara býr hérna hjá mér og fullt af smáálfum” sagði hann.
Grenisveinn sagði honum upp alla sólarsöguna, og varð svo aftur vandræðalegur “ég veit eiginlega ekki hvað ég á til bragðs að taka” sagði hann og leit á jólasveininn vongóður.
“Það var rétt hjá þér að leita til mín” sagði hann “en eitt skal ég segja þér…það er ástæða fyrir því að þetta gerðist, hefur þú gert eitthvað af þér síðustu daga?” sagði hann við Grenisvein og horfði fast á hann.
“Ég held ekki”sagði Grenisveinn, “en ég er ekki viss, kannski hef ég ekki unnið störfin mín nógu vel” sagði hann ráðalaus.
“Nei, það er ekki nógu góð ástæða” sagði jólasveinninn og horfði þungbúinn á Grenisvein.
Alltí einu var Dara komin inn með bakka, á bakkanum voru þrír bollar af rjúkandi heitu súkkulaði, hún setti bakkan á borðið og fór aftur að dyrunum.
Grenisveinn tók upp sinn bolla, hann ætlaði að fara að fá sér sopa en þá hikstaði hann alveg rosalega, og súkkulaðið helltist útum allt, eftir smástund kom lítill álfur og þurrkaði það upp.
“Þetta gerðist aftur!” hrópaði hann og nú fyrst varð hann örvæntingafullur.
Hann leit á jólasveininn og andvarpaði “hvað get ég gert?” spurði hann.
En jólasveinninn ansaði engu, “segðu mér eitt, hefur þér einhverntíman verið sagt sagan um Gránd og álfatvíburana?” spurði hann Grenisvein.
“Nei, afhverju?” spurði Grenisveinn skilningslaus.
“Þá man ég þetta allt saman” sagði jólasveinnin leyndardómsfullur og brosti.
En í sama bili heyrðist hvellur og bumban á Gremisveini hvarf og í staðinn komu stæltir handleggir og stinnur magi.
Stekkjastaur hinsvegar hló sínum hása hlátri og veltist um.
Grenisveinn horfði hneykslaður á hann, “hvað gerðist?” spurði hann yfirjólasveininn.
“Það sem er að gerast núna er…að þú ert að breytast í jólaálf” sagði yfirjólasveinninn og brosti til Grenisveins.
Grenisveinn var furðu lostinn og hann hikstaði aftur, skyndilega breyttist andlitið hans, skeggið fór alveg og hann fékk dökkt hár, sterklega andlitsdrætti, nefið minnkaði um helming og augun hans urðu græn.
Svo hikstaði hann aftur, kransinn hans hvarf og gömlu jólasveinafötin hans breyttust í dökkgrænan búning og hann fékk glæra vængi á bakið.
Hann hikstaði í fimmta skiptið og þá breyttust fætur hans í mjóa sterklega fætur og hann flaug upp í loft.
“Ég…” honum brá, röddin hafði breyst, hún var núna mun dýpri, “ég er ekki lengur Grenisveinn” sagði hann við jólasveininn eins og það væri ekki augljóst.
Meira að segja Stekkjastaur var forviða, hann horfði á Grenisvein eins og hann hefði aldrei séð hann fyrr og datt ekkert annað í hug til að segja nema bara “vá…”.
Grenisveinn flaug aftur niður og settist í sófann.
“Kæri vinur, nú skal ég útskýra þetta allt fyrir þér” tók jólasveinninn til máls.
“Þegar þú varst nýfæddur lítill álfur, þá var mér boðið í skírnarveislu þína og tvíbura þíns, því að foreldrar þínir voru góðvinir mínir. En óvinur minn Grándur, hann kom í veisluna á undan mér og sagðist vera ég, hann var í gervi mínu og allir héldu að hann væri ég.
Svo sagðist hann ætla að halda á tvíburunum og gefa þeim blessun sína, en hann blekkti alla og í stað þess að veita þér og tvíbura þínum blessun þá hvarf hann í burtu með börnin tvö og sagðist ætla að breyta þeim í púka.
Allir voru nokkurn tíma að átta sig og þá var hann löngu komin langt í burtu.
Svo þegar ég kom í veisluna sá ég bara fullt af sorgmæddu fólki, foreldrar þínir sögðu mér upp alla sögu, ég fór strax af stað í kastala Gránds til að ná tvíburunum aftur.
Ég kom honum að óvörum og náði bara öðrum tvíburanum aftur en hann hafði náð að kasta yfir þig einhverri bölvun sem gerði það að verkum að þú yrðir að alast upp sem ljótur jólasveinn.
Ég tók tvíburana og fór með þau aftur heim og náði að milda álögin aðeins þannig að þú myndir ekki breytast í púka heldur jólasvein og þú myndir breytast aftur í álf þegar þú yrðir hundrað ára, sem er í dag” sagði jólasveinninn.
Fullt af spurningum helltust yfir Grenisvein, “hver er inn tvíburinn minn?” spurði hann jólasveininn.
“Hinn tvíburinn er Dara” sagði hann og benti Döru að koma, “ég?” spurði hún jólasveininn.
“Já þú! Þið eruð tvíburar, þú heitir Dara og hann heitir Rion” sagði hann og brosti.
“Heiti ég þá ekki Grenisveinn? Heiti ég þá Rion?” sagði hann “það er miklu flottara nafn” sagði hann svo.
“En hvað varð um foreldra mina? Eða þennan Gránd?” spurði Rion jólasveininn.
“Ég refsaði Gránd harðlega fyrir þetta afbrot, hann þarf núna að dúsa í undirheimum” sagði jólasveinninn við Rion.
“En hvað með foreldra mina?” spurði hann.
“Foreldrar þínir létust fyrir 10 árum, mér þykir það leitt” sagði jólasveinninn dapurlega.
Rion var auðvitað leiður við þessar fréttir en Dara fékk hann fljótlega til að gleyma þessu.
“Komdu niður, við skulum fagna því að þú sért loksins komin aftur með ærlegri veislu!” sagði Dara.
“Góð hugmynd hjá þér Dara. Stekkjastaur, viltu fara aftur til baka og láta þau boð út ganga að það sé veisla á Norðurpól til heiðurs Döru og Rion?” spurði yfirjólasveinninn Stekkjastaur.
“Auðvitað, ég fer strax” sagði hann og dreif sig fram.
Dara og Rion leiddust saman og flugu niður í veislusalinn…