Að vanda er mikið af bókum sem koma út nú fyrir jólin, og flestir hljóta að finna einhverja bók sem þeim finnst spennandi. Þess vegna langar mig að spyrja ykkur hvaða nýútkomna bók eða bækur ykkur langa mest að eignast og/eða lesa.
Sjálfum finnst mér bókin Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason mest spennandi.
Ég er algjör bókaormur. Bókalistinn minn var samt svolítið stuttur þetta árið. Ég er búin að fá eina bókina í skóinn og ég er búin að sjá tvo eða þrjá bókapakka merkta mér =D
Af nýútkomnum bókum þá langar mér mest í: “Barist við ókunn öfl” eftir Eoin Colfer, “Molly Moon stöðvar heiminn” eftir Georgiu Bing, “Öðruvísi fjölskylda” eftir Guðrúnu Helgadóttur og kannski W.I.T.C.H. bókina (galdrastelpu bókina) og svo voru fleiri sem ég man ekki eftir núna.
PS: Mér langar auðvitað í FULLT af fleiri bókum, en þær eru ekki nýútkomna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..