Jólin er stórmerkilegasta hátíð ársins, enginn önnur hátíð er haldinn upp á með meira en mánuðs fyrirvara og krefst af fólki að skreyta hús sín. Hátíðin ber með sér persónu sem kallast jólasveinn, sem hans eina hlutverk er að gefa börnum gjafir. Hann er svo sérstakur að hann getur ekki búið neinstaðar annarstaðar en á Norðurpólnum, vegna þess að við eigum helst ekki sjá hann nema á jólum. Svo eru auðvitað til íslensku jólasveinarnir, sem eiga helst að minna okkur á fortíðinna. Jólin eru líka einasta hátíðin sem foreldrar telja börnum trú um að jólasveininn sé til, og gefi óþekkum börnum engar gjafir, kannski bara kartöflur. Og sögur að Grýla éti börn, sem er svipað að segja á nútímamáli “Krakkar sem éta of mikið sælgæti rotna og fara til helvítis!” Það er alveg ótrúlegt hversu margar persónur og ævintýri hafa verið sköpuð í kringum þessa hátíð. Svo er svo auðveld að gera hátíðina dramantíska, eins og maður hafi ekki efni á jólagjöfum, eða maður skilur við konu sína og börn á jólum. Allt sem þykir sorglegir atburður 10-faldast þegar atburðir eiga sér stað á jólum. Og til hvers í ósköpunum erum við að senda jólakort og óska fólki gleðileg jól, sem maður hefur nánast enginn samskipti við á öðrum tímum ársins. Afhverju getur fólk ekki verið svo kurteis við hvorn annan á öllu árinu? Og ein spurning að lokum, hver er raunverulegur tilgangur þess að halda upp á jólin??? Ég væri alveg tilbúin að fresta því að halda upp á jólin, þangað til að maður er í meira stuði til að halda upp á það! Svo eru sumir sem viðurkenna að mæta ekki í kirkju, sem er svipað eins og að viðurkenna í hverri einustu viku í árinu að maður hafi ekki mætt.
Skilaboðin eru þau, að jólin er alveg jafn ó-/merkileg eins og aðrar hátíðir, ef kaupmenn gerðu ekki svona mikið upp úr því.