Sko, ég ætla bara að segja frá því sem ég geri á aðfangadag, ég hef alltaf ELSKAÐ jólin og mér finnst gaman að rifja upp það sem ég geri;)
Ég vakna yfirleitt kl.7 og kíki alltaf fyrst í skóinn, ég fæ bara í skóinn 24.desember, ég trúi náttúrulega ekkert á jólasveininn, ég horfi svo með systur minni, sem er 4 ára, á jólateiknimyndirnar sem eru alltaf í sjónvarpinu á aðfangadag. Um kl.12 förum svo ég og pabbi minn að klára að deila út pökkunum handa vinkonum mínum, svo kemur amma mín til okkar og fer að hjálpa mömmu við matinn.
Um kl.3 fer ég og systir mín til frænku minnar og frænda og þar kemur jólasveinninn kertasníkir og gefur okkur pakka og snýkir náttúrulega kerti í leiðinni, það verða allir voða spenntir því að allir þarna trúa á jólasveininn. Svo fer ég í vel ilmandi bað og fer í jólafötinn, síðan legg ég og systir mín á borð og kveikjum á öllum kertum og slökkvum öll ljós, allt verður að vera rosa kósí! Síðan er maturinn borinn fram, við fáum alltaf hamborgarahrygg og með öllu sem honum tilheyrir, ég elska jólamatinn.
Síðan eru það pakkarnir, það sem mig hefur hlakkar ofboðslega mikið til, við borðum alltaf piparkökur og drekkum heitt kakó með þeim, við skiptumst á að lesa á pakkana, síðan er skoðað allar gjafirnar og prófað þær allar ef það er hægt, svo er talað allt á milli himins og jarðar og svo er farið í háttinn, daginn eftir slöppum við bara af og borðum það sem eftir var af matnum, annan í jólum förum við svo í matarboð sem er bara einhverstaðar úti á landi.
Þið verðið að afsaka allar stafsetningavillur

Jólakveðja
Tordisb
www.blog.central.is/-fab4 allir að kýkja;)