Fyrir jólasagnasamkeppnina



Jól á síðustu stundu

Á Norðurpólnum var margt í gangi þessa dagana, því eins og allir vita fá álfarnir alltaf einn mánuð í kvíld efitr hátíðina og vakna aftur þegar hanaklukkan galar. En þetta ár var allt öðruvísi. Það var fyrir tilviljun að álfarnir og sveinki voru vakandi þessa stundina, og samt var kominn desember. Það var allt Grínlíusínuse að kenna, hann hafði verið fátækur sem barn og fengið fáar gjafir og því vildi hann að allir lentu í því sama. Þess vegna hafði hann læðst inn í verkstæðið og stolið klukkunni. Það var því bara tilviljun að sveinki hafði fengið martröð og vaknað 20 október. Og nú var allt á feygiferð og álfar unnu dag og nótt, en það dugði samt ekki, þau vorur enn á eftir áætlun og kominn 21.desember. Það yrðu örugglega mörg vonsvikin börn á þessum jólum með tómann jólasokk. En sveinki og álfarnir gáfust ekki upp, þau unnu og unnu, gáfu sér ekki einu sinni tíma til að borða en allt kom fyrir ekki, þau voru enn á eftir áætlun.
“Úff, við erum búin að vera að í allan dag, ég get ekki meir,” sagði Úffílaníuk sem var byrjanda álfur og því alls óvön.
“Nei, við eigum enn eftir 390.652.338 gjafir fyrir jól,” sagði elsti álfurinn á svæðinu hann Karoní gamli.
“Verðum við….” spurði Úffílaníuk aftur.
“Já, þú fylgdist með Tírónílu með mér í fyrra í gegnum hamingjukúluna. Manstu hvað þú varst ánægð að sjá hana svona ánægða með appelsínubangsann sem þú bjóst til? Viltu að brosið breytist og verði skeifa?” spurði Karoní æstur. Úffílaníuk hristi hausinn. “Það hélt ég ekki, þá þarftu að halda áfram.”
Á næsta borði voru Síratróklíne, Kalamanúsínsari og Apínakerís í hrókasamræðum um Grínlíusínuse.
“Af hvurju gerir hann hræðilega hlutí ins og tetta,” sagði Kalamauúsínsari með sínum kínverska hreimi.
“Þetta er hræðilegt, hvað ef okkur tekst ekki að klára þetta,” bætti Apínakerís við.
“Svona nú, hvar er trúin? Við komust ekkert án hennar. Þegar börnin vaxa upp og verða eldri finnst þeim þetta ómögulegt, og hætta að trúa á okkur. Þá hættum við líka að koma inn í líf þeirra. Efþið trúið ekki er þetta ekki möguleiki, annars er allt hægt,” sagði Síratróklíne. Þessari ræðu fylgdi löng þögn. Svo hófust Kalamanúsínsari og Apínakerís aftur að vinna og nú af miklum ákafa.
Í öðru horni stofunnar strauk sveinki af sér svitann. Þetta hafði verið hræðilegur mánuður, enginn svefn, örlítill matur, hann yrði feginn þegar þessu lyki, það voru aðeins þrír dagar þangað til og hann vissi að álfarnir myndu fórna lífi sínu fyrir börnin. En kannski yrði það ekki nóg.

Í fjarska heyrðist hanagal. Sveinki hrökk upp. Hann lá í rúminu sínu, þetta var bara draumur, martröð.