Þórunn hljóp seinasta spölin að skólanum. Hún var að verða of sein á jólasýninguna, og hún sem átti nú að leika aðalhlutverkið.
Hún óð snjóinn í hvíta englabúningnum sínum. Hún hafði haft mikið fyrir að sauma hann sjálf og búa til vængi og geislabaug. Allt í einu rakst hún á eitthvað.
“Hóhó” sagði veran og brosti. Jólasveinn. “Hvaða asi er á þér ungfrú Engill? Átt þú ekki að vera uppi á himnum að skipuleggja jólin? Eða ert þú sú sem var send til að hjálpa mér”
Þórunn horfði forviða á hann. Hvaða bull var eiginlega í honum.
“Eh, ég heiti nú bara Þórunn sko og er að flýta mér, bless” sagði hún og ætlaði að æða af stað.
“Hóhó, rólegan æsing ungfrú Engill” sagði jólasveinninn og dró upp klukku. Hann brasaði eitthvað með hana, ýtti á takka og snéri allskonar hlutum og dæsti svo.
“Uss, svona nútímauppfinningar” tautaði hann. “Jæja, hvar var ég? Já einmitt. Ungfrú Þórunn engill, vildiru vera svo væn að koma með mér svo að við getum gert útum þetta mál.” Venjulega myndi hún ekki treysta svona karli, en hún átti langt eftir og gæti ábyggilega fengið hann til að skutla sér í skólann.
“En bíddu, á hverju förum við?” hún horfði í kringum sig og sá ekki neitt farartæki.
Jólasveinninn blístraði og skyndilega kom hreindýrasleði fljúgandi og lenti við hlið hans.
“Við förum á þessu, ef þér er sama” sagði hann ánægður og brosti.
Þórunn trúði nú ekki sínum eigin augum, hvaða bull var í gangi?
“Bíddu, er þetta einhver svona, falin myndavél eða eitthvað?” spurði hún og leit í kringum sig.
“Falin myndavél? Til hvers að fela þær? Hvað ertu að meina?” karlinn var nú alveg ruglaður. “En við verðum að fara flýta okkur.” Hann setti hana upp í sleðann, settist svo sjálfur fremst.
“Af stað, af stað!” hóaði hann í hreindýrin og það næsta sem Þórunn vissi var að hún var komin hátt á loft.
“Guð minn góður” æpti hún. Þetta gat ekki verið að gerast. Svona lagað gerðist bara í bíómyndum og sögum. Hún var mjög lofthrædd og lokaði augunum.
“Þetta er ekki að gerast. Ég er ábyggilega bara sofandi” hugsaði hún með sér.

“Jæja, þá erum við komin” sagði jólasveinninn. Þórunn opnaði augun og sá risastórt gulllitað hlið og fullt af englum.
Jólasveinninn tók Þórunni úr sleðanum og ýtti henni í áttinni að hliðinu. Við hliðið stóð feitur engill.
“Naaafn” sagði hann og honum leiddist greinilega. Þórunn stamaði nafnið sitt og reyndi að útskýra að hún væri ekki alvöru engill en það hlustaði enginn á hana.
Jólasveinninn fór með hana á stórt ský þar sem fullt af englum stóðum. Sumir voru að blaða í pappírum og aðrir stóðu bara brosandi og störðu út í loftið. Þau tóku skýlyftuna upp á efstu hæð.
Þar var eins og biðstofa hjá lækninum. Allt yfirfullt af fólki.
Jólasveinninn settist niður og greip sér blað.
Þórunn skoðaði sig forviða um. Þetta var þá að gerast í alvöru. Hún var búin að reyna klípa í sig og bíta sig en allt kom fyrir ekki, hún var föst í Himnaríki.
Eftir smástund hljómaði hávær rödd “Ungfrú Þórunn Engill og Jólasveinninn eru vinsamlegast beðin um að koma að þjónustuborði til hægri, takk fyrir.”
Jólasveinninn dró hana á fætur og fór með hana að þjónustuborðinu.
“Hann er tilbúinn fyrir ykkur núna” sagði brosmild englakona í afgreiðslunni.
Þórunn elti jólasveinninn inn um ennþá stærra hlið en áðan og sá þar risastóra skrifstofu. Fullt af allskonar minnismiðum og hnattlíkönum, nöfnum, myndum og dagblöðum lágu út um allt.
Í stórum stól, sem snéri baki í þau, giskaði Þórunn á að Guð sæti.
“Yðar hátign” jólasveinninn hneigði sig. Þórunn gerði það sama.
“Já, góðan daginn kæri Jólasveinn” sagði Guð vinsamlega, “og þú ert Þórunn mannabarn er það ekki?” Þórunn sá það ekki, en hún fann á sér að hún brosti.
“Mannabarn?” nú varð jólasveinninn ringlaður á svip, “en ég hélt að hún …”
Guð hló góðlátlega.
“Já, ég lét þig koma með hana hingað upp af ástæðu kæri Jólasveinn” sagði Guð, “sjáðu til Þórunn. Ég er sérstaklega búinn að vera fylgjast með þér upp á síðkastið. Ég er búinn að taka eftir því að jólin eru ekki eins mikilvæg fyrir þig eins og venjulega. Þess vegna vill ég að þú hittir einn voðalega sérstakan engil. Sendið Veru inn!”
Þórunn leit forvitin í kringum sig. Hliðið opnaðist rólega og inn steig engill. Rosalega fallegur engill.
Það tók Þórunni smá tíma að átta sig á þessu en svo stökk hún að englinum.
Þarna var komin systir Þórunnar, tvíburasystir hennar, sem hafði látist í bílslysi í maí sama ár.
“Þó að ég verði ekki sýnileg með ykkur, þá veistu að ég er alltaf með þér. Ég fylgi þér hvert sem þú ferð. Þú getur verið alveg viss um að þetta verða bestu jól sem þú veist um” sagði hún og brosti.
Þórunn táraðist og gat ekkert sagt. Faðmaði bara systur sína og vildi alls ekki sleppa.
Þetta var besta jólagjöf sem hún gat fengið.
“Hérna” Vera rétti henni lítið hálsmen. Framan á var mynd af Veru Engli og aftan á stóð “Alltaf með þér”.
“Takk” hvíslaði Þórunn.

“Þórunn mín!” Þórunn heyrði fjarlæga rödd kalla í sig og einhvern hrista hana.
Hún opnaði augun. Fyrir ofan hana stóð mamma hennar.
“Góðan daginn og gleðileg jól” sagði hún brosandi. Þórunn leit á klukkuna sína og sá 24 lýsandi. 24.desember.
“En …” sagði hún, “fór ég á sýninguna í gær?” hún var alveg rugluð.
“Að sjálfsögðu elskan, þú varst æðisleg” sagði mamma hennar og þaut út.

Klukkan sex um kvöldið sat fjölskyldan öll við matarborðið. Mynd af Veru var hengd upp fyrir ofan borðið. Allt í einu fannst Þórunni eins og Vera blikkaði hana.
Um leið fann hún skrítna tilfinningu við hliðina á sér. Allt í einu fann hún eitthvað kalt á hálsinum.
Þar var komið hálsmenið.
Þá fann Þórunn jólin hellast yfir sig. Vera var þarna með þeim.

Þessi saga er með í keppninni ;)