Jólasaga
Einu sinni var 8 ára lítill strákur,hann hét Jónas.Hann trúði á jólasveinin, og hafði alltaf gert það.Hann reyndar skildi ekkert í fólki sem trúði ekki á hann.Skemmtilegasti árstímiminn var að hefjast…desember.Honum þótti ekkert skemmtilegra en að ráfa um göturnar og skoða í búðargluggana, fara í snjóstríð með vinum sínum og fá í skóinn.Svo þurfti hann náttúrulega að hjálpa mömmu sinni að bara smákökur fyrir jólin. Á hverju kvöldi klukkan 6 settist hann niður fyrir framan sjónvarpið og horfði á jóladagatalið.Það þótti honum eitt af því skemmtilegasta sem hann gerði á jólunum.
Eitt kvöldið þegar hann var að hengja upp seríur með mömmu sinni, hugasði hann: Ætli nokkur hafi einhverntímann séð jólasveinin?Það fá allir í skóinn en enginn hefur séð hann nema á jólaböllum.
,,Mamma”spurði Jónas mömmu sína.,,Já, elskan”svaraði mamma hans til baka.,,Hefur þú einhverntímann séð jólasveininn?”spurði Jónas mömmu sína.Mamma hanns hugsaði sig lengi um.En svo loksins sagði hún.,,Tja,ég hef nú aldrei sagt neinum þetta, en þegar ég var lítil,á aldur við þig.Þá fór ég í veðmál við vinkonur mínar.Að ein okkar ætti að vaka eins lengi og hún gæti, til að reyna að sjá jólasveininn þegar hann kemur og gefur manni í skóinn”Svo þagnaði hún.
,,Hvað svo mamma!hvað svo?”Spurði Jónas óþolimóður.,,heh,hann kom,ójá hann kom,ég man eftir þessu kvöldi eins og þetta hefði gerst í gær.Ég fór í rúmið klukkan 9 og beið,og beið….alveg til klukkan 11 þá var ég alveg að sofna.Þá heyrði ég einhvern skarkala frammi eins og einhver væri að koma í gegnum stofugluggann.Ég lá samt alveg grafkyrr.Svo var búin að vera þögn í svolitla stund og ég leit fram á gang.Þarna var hann,hann stóð þarna í hurðinni minni með brúnann poka, ístru og eldrautt nef. Ég flýti mér að þykjast vera sofandi aftur,en ég fæ aldrei að vita hvort að hann sá mig eða ekki.”sagði mamma Jónasar,,Váá,þetta var ótrúlegt!Þetta verð ég einhverntímann að prófa!”Þetta sagði hann upphátt en inn í sér hugsaði hann:Ég verð að gera þetta í kvöld!Og áfram hélt dagurinn.En við kvöldmatarborðið klukkan hálfníu,þegar Jóas var búinn að borða.Geispaði hann stórum gerfigeispa,,Ahhh!Vá hvað ég er þreittur…Ég held ég fari bara að leggja mig!Sagði Jónas lúmskulega.,,Allt í lagi,gæskurinn”Sagði mamma hanns rólega.,,Já það er stór dagur framundan á morgun,við ætlum í bæinn að kaupa jólagjafir!”Sagði pabbi hanns og klappaði honum á kollinn.,,Já,einmitt”svaraði Jónas.Klukkan 9 var hann kominn upp í rúm, með lokaða hurð,5 andrésblöð,mjólkurglas og smákökudisk.Og til öruggis var hann með kveikt á jólaseríunum svo að hann gæti ábyggilega séð hann.Hann hafði ekki dregið gardínurnar fyrir skóinn því þá gæti hann ekki séð sveinnka.Jólasveinninn í kvöld átti að vera hurðarskellir.Þannig Jónas átti alveg eins von á því að hann heyrði bara hurðarskell.
En loksins klukkan 11 heyrði hann einhvern skarkala frammi.Jónsas sperrti strax eyrun en lá samt kyrr. Þegar hann var búinn að liggja kjurr í smástund gat hann ekki stillt sig um að kíkja fram.Og viti menn,þarna stóð hann.Með ljótann hrjúfróttann staur til að styðja sig við og með ljósbrúnann poka á öxlinni og
edrauðar kinnar í stíl við peysuna og buxurnar.Og svo til að toppa allt var hann með græna lopahúfu en ekki rauða og hvíta eins og venjan er.
Jónas starði orðlaus á hurðarskell.En hann gat ekki gert það lengi því að hann var á leiðinni í áttina að honum.Jónas flýtti sér að þykjast vera sofandi.Og hann fann andardrátt hurðarskells framan í sér þegar hann var að gá hvort að hann var sofandi.Svo heyrði hann muldrað:,,Nee,ég hef bara séð einhverja vitleysu!”Svo heyrði Jónas einhvað detta ofan í skóinn hanns og svo heyrði hann fótatakið…alltaf lægra og lægra.En svo tók þögnin völd og Jónas litli sofnaði.Næsta morgun vaknaði Jónas himinlifandi og kíkti í skóinn sinn.Þar var karamellupoki og miði sem stóð á:
Góð tilraun!
En við fylgjumst með þér!
Jólasveinarnir

Ingalóa
Inga_kisa@hotlmail.com