Hvernig er hægt að gera jólin jólaleg án jólasnjós???
Það er ekki hægt að skreyta meira en vanalega því þá er meira að taka til eftir jólin og ég nenni ekki að hafa allt of mikið jólaskraut.
Það er reyndar eitt sem er ekki fyrir jólunum núna. Jólaprófin.
Ef ég væri að fara aftur í jólapróf tvem vikur fyrir jól myndi ég sturlast aftur.
Jólaundirbúningurinn er ógeðslega skemmtilgur. Baka og hlusta á jólalög og allir saman með jólahúfur og allir svo glaðir. Pakka gjöfum og skreyta jólastréð. En ef ég á að læra á meðan mamma og systir mín eru að baka jólakökur og hlusta á jólsöng þá er nóð komið.
En núna eru prófin að byrjað og des ekki einu sinni byrjaður og EINKUNNAAFHENDINGIN sjálf er 14. des og þá eru grunnskólakrakkar að fara að byrja í jólaprófum, ég hef fulla samúð með ykkur. Þetta er illa gert. En það eiga allir að vera glaðir á jólunum :D:D:D