Jólasagnasamkeppni hafin, jólabarn dagsins byrjað
Gleðilega aðventu :D
Þetta er eiginlega ekki grein, en til að allir sjái hvað er að gerast á áhugamálinu um jólin ætla ég að skrifa smá texta.
Jólasagnasamkeppnin er hafin frá og með deginum í dag og þegar hafa tveir höfundar sent inn sínar sögur. Ég hvet alla sem hafa gaman að því að semja sögur til að vera með. Það væri gaman ef þið mynduð segja hvað ykkur finnst um hverja sögu og nota t.d. viðmiðin sem ég setti fram (sjá tilkynningar).
Núna hefur fyrsta jólabarn dagsins birst á áhugamálinu og mun nýtt jólabarn verða á hverjum degi fram yfir þrettándann sem er sjötti janúar.
Þess má geta að vegna áskoranna mun einnig verða jólaljóðasamkeppni á áhugamálinu og mun hún hefjast fljótlega. Þið sem hafið gaman að því að semja ljóð og vísur ættuð því endilega að setja ykkur í stellingar.
Þess ber einnig að geta að nú er ný könnun á hverjum degi, endilega takið þátt í þeim. Mjög margar kannanir hafa borist og margar hverjar alveg eins, en ég reyni að koma öllum góðum könnunum að.
Skemmtið ykkur vel.
Karat, stjórnandi á jólaáhugamálinu :)