ég byðst afsökunar á öllum stafsettningarvillum, ég er með lesblindu en geri mitt besta.
Tinna er lítil 8 ára stelpa sem á heima á Íslandi með palla litla bróður sem er 5 ára, mömmu sinni og pabba.
Palli bróðir er alltaf mjög góður strákur og hlíðir öllu sem að honum er sagt að gera, en öðru gengdi um hana Tinnu hún hlíddi aldrei, var mjög óðekk og hún trúði ekki á jólasveinininn.
En núna voru aðeins 15 dagar til jóla, Tinna var að fara með mömmu sinni og palla að kaupa jólagjafir í bænum, Þegar Þangað var komið sáu þau jólasvein sem sat í jólasveinastól og var að tala við krakka, Palli vildi fara til Jólasveinsins að tala við hann en hann þorði ekki að fara einn, þannig að Tinna varð að fara með honum.
Þegar að þau komu til Jólasveinsins ætlaði Tinna að vera sniðug, hún togaði eins fast og hún gat í skeggið á jólasveininum en skeggið datt ekki af honum eins og Tinna bjóst við, Það var pikkfast og jólasveinnin æfti af sársauka Tinna hló hátt og mikið henni fanst þetta bara gaman og fyndið.
En Palli var svo góður eins og venjulega að hann huggaði jólasveininn.
Daganir liðu og núna átti fyrsti jólasveinnin að koma, Palli og Tinna létu skóna sína út í glugga…. Palli var strax sofnaður klukkan 9, en Tinna var óðekk og var ekki komin upp í rúm fyrr en klukkan 12, hún öskraði og æfti en á endanum sofnaði hún.
Daginn eftir vaknaði Palli snemma hann leit í skóinn sinn og sá þar fallegustu spiladós sem að hann hafi á æfi sinni séð, Hann hljóp inn til Tinnu og sýndi henni spiladósina…. Tinna gat nú ekki beðið eftir að sjá hvað “foreldrar” hennar höfðu sétt í skóinn hennar, en þegar að hún leit ofaní skóinn var ekkert þar bara núll og nix! Hún stakk andlitinu langt ofaní skóinn en þá skeði svolítið! eitthvað stökk á nefið hennar og sat þar fast. Það var kartafla, jólasveinni hafi sétt galdrakartöflu í skóinn hennar vegna þess að hún hafi verið svona vond við hann.
Hún hljóp framm hágrátandi til mömmu sinnar, þau gerðu hvað eina til að ná kartöflunni af nefinu hennar en ekkert virkaði, Síðan kom pabbi barnanna heim og honum brá heldur betur þegar að hann sá Tinnu hágrátandi með kartöfluna á nefinu.
Það fyrsta sem að hann sagði var:
Hvað gerðuru við jólasveinninn ??
Tinna sagði honum alla söguna, þegar að sögunni var lokið leit hún framaní pabba sinn, hún hafi aldrei seð pabba sinn jafn áhyggjufullan eins og hann var núna.
Hann sagði henni að það sama hefði komið fyrir hann þegar að hann var á hennar aldri og það eina sem að hún gæti gert var að fara á norðurpólin og byðja jólasveinin afsökunar fyrir 6 á aðfangadagskvöldi.
Tinna bað pabba sinn að koma með sér en hann sagði að það væri ekki hægt vegna þess að þetta væri eitthvað sem að hún varð að gera sjálf þannig voru reglunar.
Hún vissi ekki hvernig en einhvernveginn varð hún að komast á Norðurpólinn.
Hún labbaði út og fór að spurja fólk hvernig maður kæmist á norðurpólinn en fólk bara hló vegna kartöflunni sem var föst á nefinu hennar.
Hún var farin að örvænnta þegar að hún sá gamlan kall sem hjellt á skillti, á skilltinu stóð “ Norðurpólinn” Tinna fór og talaði við kallinn.
Hún spurði hvort að hann vissi hvernig maður kæmist til Norðurpólsins, hann sagði ekki neitt, hann bara benti henni á að ellta sig.
Þau löbbuðu lengi lengi þau löbbuðu alveg í marga daga þau en gamli kallinn var með poka sem var með nóg að mat fyrir þau bæði, en loksins komu þau að litlum kofa sem stóð lengst inni í skóginum, það var ekkert inni í kofanum nema einn skápur og á skápinum stóð “leiðin til Norðurpólsins”
Hún opnaði skápinn og inn í skápnum var mikil snjókoma og frost, Gamli karlinn benti henni á að fara inn í skápinn.
Tinna fór inn í skápin og lokaði á eftir sér.
Hún var komin á norðurpólinn. Hún labbaði lengi lengi þangað til að hún sá Rauða og græna höll, hún labbaði inn í höllina og þar voru fullt af jólaálfum að störfum, en þegar að Jólaálfanir sáu Tinnu með kartöfluna á nefinu stoppuðu þeir allir að vinna og þeir stóðu bara að horfðu á Aumingja Tinnu.
Jólaálfanir bentu henni að setjast á biðstofuna, síðan sóttu þeir jólasveinin sem að Tinna hafi rifið í skeggið á.
Jólasveinnin kom fram og þegar að hann sá Tinnu benti hann henni á að fara inn á skrifstofuna sína.
þetta var stór hlíleg skrifstofa, þar voru kökudiskar og kakóbrúsi á borðinu, Arin, og fallegasta jólatré sem að Tinna hafi séð.
Hún stamaði út úr sér afsökunarbeiðnina, Jólasveinnin sagðist vera rosa sár út í hana þar sem að hann vinnur mikið verk og að lenda í öðru eins….. Hann hafi ekki lent í þessu í langan tíma.
Hann fyrirgaf henni þó á endanum og töfraði kartöfluna af nefinu á henni.
en henni var kallt og hann lét hana fá slopp og gaf henni heitt kakó fyrir framan Arininn.
Þessi ferð tók heila 11 Daga og núna var þorláksmessa, Tinna var hrædd um að komast ekki heim fyrir jól, en jólasveininn sagði henni að hún mætti fá far með kertasníkji í nótt.
Um nóttina fór hún með kertasníkji, en þegar að þau komu að hennar húsi gaf kertasníkjir henni pakka.
Um kvöldið opnaði hún pakkan og það var spiladós.
Þetta voru bestu jól sem að Tinna hafi upplifað og eftir þetta trúði hún alltaf á jólasveininn og var alltaf góð, því hún vildi nú ekki fá aftur kartöflu á nefið sitt.
www.blog.central.is/unzatunnza