Jólaundirbúningurinn hérna á klakanum byrjar þónokkuð snemma finnst mér. Ég var þokkalega mikið fúl þegar jólaskrautið var að koma upp í kringlunni í kringum 20.október. Núna er ég þokkalega sátt, en það er náttúrulega komið miklu nær jólunum. Ég er byrjuð að kaupa jólagjafir og alles.

Ég og vinkona mín vorum í verslunarleiðangri á laugardaginn. við töluðum mikið eins og stelpur ger og þar á meðal um jólaskraut og stemningu. Ég keypti líka jólagjafir. EN ég hefði ekki keypt þær ef ég hefði ekki verið í þessari jólastemningu, snjórinn úti og jólaljósin í búðinni. Svo er líka skemmtilegt fyrir fólk sem fer til útlanda um jólin að það sé komin svona smá stemning fyrir þau.

Mér finnst reyndar ennþá of snemmt að sé farið að spila jólalög í búðunum. Ég var í Hagkaup í gær og það var verið að spila jólalag, sem mér finnst ennþá of snemmt fyrir. Veit ekki hvort að það hafi verið bara spiluð einhver útvarpsrás sem var með eitt jólalag eða hvað en mér fannst að þetta mætti að minnsta kosti bíða þangað til eftir 20.

Mesta jólastemningin finnst mér samt þegar ég sit inná kaffihúsi í kringlunni að drekka kakó með rjóma. Það er bara eitthvað við kakó sem er jólalegt, kannski afþví að mamma gerir alltaf kakó á aðfangadagskvöld, alvöru kakó úr suðusúkkulaði, með piparkökur á diski, það er geggjað gott.

Hver er ykkar skoðun á jólaskreytingum og hvenær þær eigi að koma? Líka á alvöru jólastemningu? Þetta er allavega mín skoðun.
Trínan