Í minni fjölskyldu hefur jólaundirbúningurinn alltaf verið sem að við gerum í sameiningu og höfum alltaf gert. Við byrjum alltaf á því að baka jólakökur sem eru um 18 tegundir því að við erum nu einu sinni 6 hérna í fjölskyldunni (vorum 7 áður en pabbi flutti frá okkur) og erum öll með mismunandi smekk, auk þess sem okkur finnst mjög gaman að baka, Við tökum um eina helgi í það og oft er það síðasta helgin í nóvember eða næst síðasta. Svo finnst okkur vera farið að vera óvenju dimmt og tökum heilann dag og förum öll saman í gegnum seríurnar og hengjum þær svo í sameiningu upp í hvern einasta glugga í húsinu. Síðan smátt og smátt förum við að hengja upp jólaskraut í loftið og setjum jóladúka á skrifborð og kommóður og jólastyttur, bökum laufarbrauð og fleirra. Að mati margra þá skreytum við alltof mikið en okkur finnst bara kósí að vera með eitthvað allstaðar sem að minnir mann á jólin. Síðan um miðjan desember setjum við upp jólatréð og skreytum það saman og rifjum þar með upp hvernin við féngum skreutið og ef eitthað er heimatilbúið er rifjað upp hver gerði það. í desember gerum við fjölskyldan ýmislegt saman og er eiginlega eina skiptið sem að við förum öll svona saman eins og við förum alltaf á skauta í heilann dag, mætum fyrst af öllum í höllina erum með kakó og brauð og erum þarna allveg þangað til að höllin lokar og oft koma fleirri en bara við fjölskyldan svo sem systir og bræður mömmu og solliðis, síðan förum við alltaf í Árbæjarsafnið þótt að við kunnum utan að hvað er þar en það er alltaf gaman að sjá þetta og útskíra fyrir yngstu systkinum minum hvað er hvað , einnig förum við á þorláksmessu alltaf út að borða (sem er jafnframt eins skiptið sem að við förum út að borða) og um þorláksmessu kvöld löbbum við upp laugarveginn og þá hittum við oft gamla kunningja eins og skólasystkini mömmu eða eitthvað svoliðis eða jafnvel einnhvern sem að við bjuggum rétt hjá á þessum fjölmörgu stöðum sem að við höfum búið á. Á aðfangadag kveikjum við á sjónvarpinu og einn og einn fer í bað og klæðir sig í spariföt, ef við verðum of spennt lætur mamma okkur stundum fá einhver verkefni, svo sem raða kökum á disk, eða réttir okkur einfaldlega jólakrossgátur eða eitthvað í þá áttina. klukkan 6 förum við síðan í messu en það er alltaf einhver einn heima ( það var alltaf pabbi en þar sem hann býr ekki hjá okkur lengur þá er nuna eldri bróðir minn skilinn eftir) til að getra fylgst með matnum og hann leggur einnig á borð, síðan strax eftir messuna þá förum við heim, borðum, fáum okkur heimatilbúinn ís og síðan snúum við okkur að pökkunuum þá er ég og eldri bróðir minn buin að vera í allann dag að skipta pökkunum niður í bunka og við skiptumst á að lesa á pakkana og hver tekur þá einn búnka í einu, við tökum okkar tíma í þetta og drífum okkur alls ekki neitt, síðan eftir að allir pakkarnir eru búnir þá er boðið uppá smákökur og meira gos og síðan tínist einn og einn í rúmið.
jólaundirbúningurinn tekur langann tíma á mínu heimili því að við erum alls ekkert að flíta okkur eð neitt því að við viljum bara njóta þess að jólin séu að fara að koma og í allann desember er alltaf kveikt á kertum og jólatónlist og jafnvel þar sem að við erum níbúin að flytja í stærra hús þá verður haldin svona smá litlu jól og við bjóðum öllum systkynum hennar mommu, maka þeirra og börnum að koma til okkar og dans í kringum jólatréð og hafa smá svona kósí litlu jól
svona er jólaundirbúningurinn á mínu heimli og ég vona að þið hafið skmmt ykkur með því að lesa þetta því að ég skemmti mér við að upplifa þetta