Jólatré Jólatré eru orðin fastur liður í jólunum á Íslandi. Án þeirra væru jólin ekki eins. Jólatré eru mjög mismunandi að stærð og gerð. Persónulega finnst mér að jólatré eigi að vera ekta, stórt og þétt, með mikilli lykt. Það er bara einn galli við ekta tréin, þau fella svo barrið. Það þarf að sópa svona tvisvar á dag undan þeim svo að það líti ágætlega út í kringum þau. Það er líka annað sem ég er að pæla í sambandi við jólatré. Af hverju eru þau svona dýr? Það er kannski einhver ástæða fyrir því en ég skil ekki að svona miðlungstré skuli kosta um 5000 krónur! Kannski getur einhver sagt mér það. Í fyrra var mikið framboð af jólatrjám, allir voru að reyna að græða á þeim. Þar á undan minnir mig að það hafi verið skortur á trjám, það er náttúrulega erfitt að rækta tré til sölu því að það tekur tréð mörg ár að vaxa og verða fallegt.


Mér líkar ekki við gervijólatré! Fjölskyldan mín notaði gervijólatré einhver nokkur jól og ég var þokkalega mikið ósátt, mér fannst alla stemningu vanta í kringum tréið. Svo sættir maður sig smámn saman við allt, við keyptum líka greinar af trjám þannig að það kom smá lykt. Mér fannst líka sniðugt sem var auglýst um síðustu jól, það var sprey með jólatréslykt, prófaði einhver hérna þannig? Mig langaði að prufa lyktina, það er kannski sniðugt fyrir þá sem annaðhvort vilja ekki eða hafa ekki pláss fyrir ekta jólatré. Gaman að athuga svoleiðis.


Svo með skrautið, það getur verið virkilega flott og mismunandi. Mér finnst flottast að vera með gylltar kúlur, seríu og svona silfrað glitrandi og loðið til að vefja utan um.


Þá er þetta um jólatré búið, mig langar virkilega að fá ykkar skoðanir á jólatrjám, gervijólatrjám, grenilykt og hvernig jólaskraut þið notið á tréin.
Trínan