Jæja, þá eru bara minna en þrír mánuðir í jólin og ég er kominn í skapið. Þess vegna langaði mér að lýsa jólunum mínum og hvernig ég og mín fjölskylda höldum uppá jólin.
Það er þannig að við fengum þetta held ég frá Austurríki því að foreldrar mínir bjuggu í Austurríki.
Alveg eins og á Íslandi að þá fékk ég alltaf í skóinn frá öllum Íslensku jólasveinunum.
En þegar maður er kominn með pakka að þá setur maður hann ekki bara beint undir jólatrésstandinn eða eitthvað þannig. Við setjum alla pakka bak við eina ákveðna hurp í húsinu. Þegar að fyrsti jólasveinninn er kominn til byggða má byrja á þessu og þá átti víst jólasveinninn að taka pakkana þegar maður sér ekki til. Þetta þýðir auðvitað að maður var alltaf svo spenntur þegar maður setti pakkann sinn, sem maður var búinn að kaupa, pakka inn og skreyta, bak við hurð að þá var ég alltaf að kíkja bak við hurð og svo alltí einu var hann horfinn og þá vissi ég að jólasveinninn var búinn að vera á ferð :D.
Svo lýða dagarnir og svona á 22 eða 23 þá skreppum við til Köben (ég bý í Malmö) og í tívolíið þar sem er alltaf svo jólalegt :D). Þegar að kemur að aðfangadegi að þá höfum við hann bara eins og venjulega í byrjununni. Oftast að þá vöknum við og skreytum jólatréð. Keyrum svo útí kyrkjugarð og gefum ömmu og afa blóm. Eftir þetta er það bara að lesa bók eða hoppa um húsið, spenntur til dauðans :D (Síðasta aðfangadag fór ég reyndar út að skokka í rigningunni :S).
Svo klukkann sex hlustum við á bjöllurnar hringja í útvarpinu (ég bý reyndar í Malmö og þess vegna þarf ég að hlusta á þær í tölvunni á ruv.is) og borðum svo, svona um það bil klukkan 7 og þá er oftast hreindýr :P.
Svo þegar allir eru búnir að borða máttum við krakkarnir (þegar ég var krakki), fara um allt hús og leyta að pökkunum :D því að jólasveininn á þá að vera búinn að koma með þá og fleygja þeim inn eitthvart í húsið (falið þá). Þetta er eitt það skemmtilegasta við jólin hjá mér, þegar maður er að leyta um allt hús að pökkunum og bera þá alla svo niður að jólatrénu sem tekur oft langann tíma. Síðast faldi jólasveinninn þá í skáp og þarsíðast í baðkarinu :D.
Svo er það oftast þannig að einhver ein persóna tekur hvern einasta pakka, einn á fætur öðrum og les hvað stendur á honum. Ekki þannig að allir í fjölskyldunni ráðast bara á pakkana og lesa öll.
Svo höfum við það gott fram eftir kvöldi og eftir pakkastússið borðum við oftast Frómas (franskur eftiréttur).
Svona eru semsagt jólin mín, vona að þið hafið haft gaman af lestrinum :D

Kv. StingerS