Hefðir--skipulag Ég er búin að líta inn á þetta áhugamál og finnst það nú hálfdautt þó að það sé nú ekki langt síðan jólin voru :S en ég kom ekki til að væla um það heldur tala um hefðir :D


Hefðir:
Í minni fjölskyldu eru margar hefðir ef ég fer að spá það þetta eru bara svona fastir liðir sem ég ólst upp við t.d. Þá var alltaf rjúpa á jólunum sem pabbi hafði skotið en nú er búið að banna að skjóta þær svo við fengum hreindýrakjöt þetta kjöt er miklu betri en rjúpan og lítur út fyrir að vð séum kominn með nýjan jólamat :) en eitt sem hefur ALLTAF verið eins í minni fjölskyldu er það að um hádegi á aðfangadegi koma allir upp í sveit til ömmu minnar og borða möndlugraut og amma mín hefur náttla alltaf keypt vinninga.. svo á aðfangadagskveldinu sjálfu erum við nú komin með skiðulag á hvernig hver fær pakkana :) ég ætla að útskýra það aðeins það gengur þannig fyrir sig að minnsti bróðir minn (7) velur pakka og réttir mér hann ég les á kortið og hinn yngri eldri bróðir minn (11) réttir viðkomandi pakkann sinn…. svo er ein besta hefðin að mér finnst klukkann 6 þegar jólin “byrja” megum við opna einn pakka þannig hefur það alltaf verið og þegar það er búið er jóladagskráin hafin :).

ég veit að þetta er kannski ekkert sérstök grein en því að jólaáhugamálið hefur verið svo dautt ákvað ég að senda eitthvað inn :D plzz… engin leiðinleg comment og ef það er nauðsynlegt gerið betri grein núna (ekki koma með einhverja gamla) og þá skal ég hlusta á ykkur :)