Núna eru jólin að koma og allt morandi í öllu því sem tengist jólunum.

Og eins og venjulega um jólin, þá fer mar á jólaskemmtanir, niður á Laugaveg, í Kringluna, í Smáralindina eða bara almennt út.
Og það koma nú oftast jólasveinar hvert sem farið er.
Og svo í eiginlega hvert sinn sem mar fer út þá sér mar þessa “jólasveina” vera að ganga um einhvers staðar.

Þá byrjar mar að hugsa sig um. Er verið að ofnota þessa jólasveina? Mar sér að minnsta kosti 5 tegundir af Stúfum á ári.
Er ætlast til að börnin fari að trúi að jólasveinarnir séu bara alls staðar og aldrei eins?

Mér finnst að það ætti að vera gert eitthvað í þessu. Það er ekki hægt að vera með þessa jólasveina bara alls staðar! Og ef það verður ekkert gert í þessu þá verður þetta ennþá verra eftir svona þrjú, fjögur ár, bara jólasveinar á hverju sjónarmáli. Börnin fara nú örugglega að hætta að trúa þessu ef það verða svona margir jólasveinar í einu.

Þessi grein er til þess gerð í von um að fólk fari að pæla aðeins í því að börn trúa ekki hverju sem er.


Kv. Svandís
Music.. my escape from reality.