
Nóttin er björt loftin og stjörnurnar lýsa.
Leitandi mönnum þeirra er að vísa á Betlehems þorpið og gestunum gert er að læðast gripahús inn þar sem mannkynsins son er að fæðast.
Hví hófu þeir langferð Hví gengu þeir Betlehemsgötu?Guð hefur beint þeim að veikburða ungviði í jötu.
Þeir leituðu tilgangs.Í skapandi skilninginn þyrsti skjól fyrir hættum og sorgum þeir fundu í kristi.
Þótt kristur sé fundinn er göngunni löngu ekki lokið leitin er eilíf þó hann hafi létt mönnum okið.
Eitt svarið er fregnið en glíman og lífsgátan krefjast að ganga að jötu sé ætíð og sífellt að hefjast.
Texti:Davíð Oddsson (svona er davíð skemmtilegur þegra hann er ekki í pólitík)