Jæja, þá eru jólin eftir 2 daga og eru flest allir annaðhvort búnir að verlsa allar eða vel flestar jólagjafirnar í ár. En ég hef verið að velta því fyrir mér, er orðið svona sjálfsagt að allir geti eytt 10-25þúsund krónum í hverja einustu jólagjöf?
Maður er að hlusta á útvarpið eða horfa á sjónvarpið og þá koma oft svona jólaauglýsingar: “Hin fullkomna jólagjöf, aðeins 20.000kr” eða eitthvað álika. Ég verð nú bara að stoppa og hugsa eiga allir aðrir í heiminum en ég nægan pening eða? Ég er námsmaður, vinn reyndar með skóla, en samt þá hef ég enganveginn efni á að kaupa svona dýrar jólagjafir. Þó svo að mig langi að gefa vissum einsatklingum allt sem þeim langar í í jólagjöf þá hef ég bara ekki efni á því. Er innihaldið farið að skipta fólki eldra en 10-12 ára mestu máli?
Hvernig á maður að geta fylgt “straumunum” í dag og gefið jólagjafir fyrir svoan 100þús. samtals meðan maður hefur ekki einu sinni svona mikið á mánuði? Mér finnst þetta vera farið full mikið út í öfgar sko. Kannski bara ég sem hugsa svona furðulega miðað við alla aðra.
kv. Raith