Góðan dag og gleðileg jól.

Ég hef hlakkað til jólana öll þessi ár sem að ég hef verið til
meira en nokkuð annað, ég hef alltaf verið ósköp mikið
jólabarn og hef ég alltaf haft sérstaka jólatilfinningu, þá hefur
hún tengst ákveðnum hlutum, ákveðnum himni, ákveðnum
kulda, ákveðnu veðri.

Þannig að ég hef farið að tengja jólin við ýmsa hluti. (Eins og
langflestir sem ég þekki.) En á síðustu jólum varð ég var við
breytingu….

Í nóvember komu allir þessir hlutir á þvílíku færibandi, að
jólaskapið kláraðist þann þrettánda, og kom ekki aftur fyrr en á
aðfangadag, þetta eru líka fyrstu jólin þar sem að ég var ekki í
gamla heimili ömmu minnar og afa. Heldur höfðu þau flutt og
allt svona.

Núna. Kæri lesandi er þetta allt að endurtaka sig, og ég
hugsa of mikið um jólaprófin að ég held að það sé enþá
nóvember, og ég held að ég hafi einnig klárað jólaskapið í
október núna!

Ætli það sé eitthvað hægt að gera í þessu?

Allavega þá veit ég að ég er ekki búnað týna þessari tilfinningu
þar sem að þú bara alltíeinu dæsir. Færð tárin í augun og
hugsar: “Ah, það eru að koma jól…..”
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi