Það er mismunandi hvað kemur fólki í jólaskap. Sumir setjast niður og hlusta á jólalög, baka , búa til jólakort, skreyta, föndra, fara og fá sér gönguferð og horfa á jólaljósin…
Sumir komast ekki í jólaskap fyrr en skatan er komin í pottinn á Þorláksmessu, þó að lyktin fari misjafnlega í fólk þá er þetta viss hefð sem fylgir jólunum.
Og svo eru aðrir byrja á öllu jólastússinu í lok nóvember.
Sumir baka heilu ósköpin, 10 kökusortir…á meðan aðrir nota tímann í annað og kaupa bara kökur til að maula með mjólk á dimmum kvöldum í desember..
Mér finnst það æðislegt að labba um í miðbænum á Þorláksmessu með fjölskyldunni, horfa á jólaljósin, setjast inná kaffihús og fá heitt súkkulaði…kaupa kannksi síðustu jólagjöfina..
Fara svo til ömmu og vera helst búin að borða eitthvað annað svo að maður sleppi við skötuna;)
Fara svo heim og narta í nokkrar smákökur, og drekka mjólk með…
Gleðilega aðventu, njótið þið desembersmánaðar, og ekkert stress;)