Hæ hæ.

Ég hef alltaf átt mjög skemmtileg jól og jólin eru algjörlega uppáhalds hátíðin mín.

En ein jólin, árið 1999 voru þau leiðinlegustu sem ég hef upplifað.
Það var þannig að ég og fjölskyldan mín voru nýflutt út á land (ég hef alltaf búið í Reykjavík) og náttúrulega fluttum við í burtu frá öllum ættingjum okkar.

Ég hef alltaf frá því að ég fæddist skorið út laufabrauð með fjölskyldunni en við gerðum það ekki þetta árið svo að mér fannst jólaundirbúningurinn ekki sá sami og venjulega.

En svo gerðist það á aðfangadag að pabbi minn fór í ráðhúsið að vinna og vann til hádegis eins og hann gerir venjulega, kom heim og fékk ælupest. Mamma þurfti þess vegna að elda matinn ein og aðfangadagurinn var hundleiðinlegur í augum okkar allra.

Klukkan 18:00 settumst við svo niður og borðuðum og allt gekk fyrir eins og venjulega, setja í uppþvottavélina, ganga frá á borðstofuborðinu, og svo auðvitað að opna jólapakkana.

Þap sem ég er að segja með þessu er að þetta voru einfaldlega einmanalegustu jól sem ég hef upplifað :P

Ég þakka fyrir mig…
Kv. -mizzy