eins og svo margir aðrir ætla ég að segja aðeins frá jólunum á mínu heimili…Ég kemst reyndar ekki almennilega í jólaskap fyrr en ég er kominn í Jólafrí og get sofið út á morgnana.
Núna er kominn fyrsti sunnudagur í aðventu, og þá finnst mér að fólk eigi að byrja að skreyta (enda eru flestir byrjaðir), en alls ekki fyrr. Við byrjum oftast að skreyta á þessum tíma, og bökum oftast í síðustu vikunni fyrir 1. sunnudag í aðventu og fyrstu vikunni eftir. Við förum svo oftas þegar mánuðurinn er hálfnaður að velja jólatré og svoleiðis, og skreytum það svo á Þorláksmessu. Á Aðfangadagsmorgun, þegar maður drattast loksins frammúr, fer með sængina inní stofu, og leggst í sófann og horfir á Jóla(teikni)myndir fer loksins jólaskapið á fullt. Svo er farið til ömmu og afa að éta Möndlugraut, þar sem maður fær sjaldnast möndluna :S. Þegar ég fer í “Jóla”sturtuna er mér síðan farið að hlakka verulega til kvöldsins. Þegar fjölskyldan er öll búin í “Jóla”sturtunni byrja svo pabbi og mamma að elda matinn, sem er alltaf Hamborgarhryggur, og aspassúpa að hætti pabba. Um 6 leitið fara mamma og litla systir mín oftast í messu með ömmu, og á meðan fer ég uppí rúm og legg mig.
Eftir matinn er diskunum og öllu draslinu hent í uppþvottavélina (ég þakka þeim sem fann þessa vél upp) og svo er beðið eftir því að setjast við jólatréð. Nú kemur að því atriði sem hefur breyst frá síðustu jólum…. Í mars fermdist ég, og það hefur alltaf verið þannig í fjölskyldunni minni að þeir sem eru fermdir fá aðeins gjafir frá ömmu og afa, og að sjálfsögðu foreldrunum, svo þetta árið fæ ég ekki nema 3-4 gjafir :S. Oftast sest ég bara í stólinn við hliðina á jólatrénu og les á pakkana, en nú er litla systir mín farin að heimta að gera það, svo nú leggst ég bara í sófann og býð eftir þeim fáu skiptum sem ég heyri nafnið mitt… Svo fer ég bara að sofa, ýmist glaður (oftast) eða óánægður (mjööög sjaldan) með gjafirnar, og sef út næsta dag. Svo er maður vakinn og dreginn í e-ð jólaboð hjá ömmu og afa, og hittir þar e-ð fólk sem maður sver fyrir að hafa aldrei áður hitt, og svei mér þá ef það bætast ekki við ca. 10 manns á hverju ári…(er þetta fólk alltaf að rekast á gleymda ættingja, eða er ég bara svona vitlaus og gleyminn?). Svo er misjafnt hvað við gerum þegar heim er komið.
Eftir jóladag er eiginlega bara jólin búin fyrir mér, en það sem mig hlakkar alltaf mest til er eftir!…ÁRAMÓTIN!… Ekkert finnst mér skemmtilegra en áramótin. Við förum til frændfólks okkar (oftast til bróður hans pabba sem er flugeldaskjúklingur, og keypti síðas fyrir 65.000 kall ;D) og étum kalkún og alls konar góðan mat, horfum svo á Áramótaskaupið, og svo er farið út að dúndra.
Daginn eftir förum við aftur til hans að klára kalkúninn, og svoleiðis skemmtilegheit. Um kvöldið fer ég svo oftast með vinum mínum að gera e-ð sniðugt með afgangana af sprengjunum, sem hefur reyndar bara einu sinni endað með ruslatunnu í tætlum ;).
Svo kemur að Þrettándanum, og þá áttar maður sig á að jólin voru ekki búin… þá drífur maður sig að kaupa meira af sprengjudóti, og kveður jólin með stæl.
takk fyrir mig, Quadratic (fyrrv. maddisnill)