Það er greinilegt að jólin nálgast…byrjað er að skreyta í búðunum og jólalögin farin að hljóma víða.
Verslanir komnar með jólatilboð á ýmsum vörum sem henta vel í jólapakkann, og jólakjötið komið á tilboðsverði…
Fyrsti í aðventu á sunnudaginn..
En eru jólin orðin of mikil neyslueining, alltof mikið keypt og borðað, margir í stressi að senda jólakort og pakka út og suður
Orðsendingar frá póstinum hljóma í útvarpinu um hvenær best sé að senda þetta og hitt, hingað og þangað svo að það komist á réttan stað fyrir jól….
Ég sá frétt um Mæðrastyrksvernd fyrir stuttu, en þangað leita fullt, fullt af fólki allan árssins hring til að fá helstu nauðsynjavörur af því að það hefur ekki efni á þessum hlutum sjálft..Og aðsóknin er mjög áberandi mest í desember..
Mér finnst persónulega rosalega sorglegt að það skuli vera fólk þarna einhversstaðar úti í samfélaginu sem á jafnvel ekki fyrir jólamat og jólagjöfum um jólin…
Fréttamaðurinn spurði jafnframt hvað það væri sem Mæðrastyrksvernd vantaði helst fyrir jólin til að geta útdeilt og svarið var meðal annars, jólagjafir handa börnum…
Mér finnst það sniðug hugmynd til að gera að minnsta kosti eitt góðverk um jólin, að finna eitthvað vel með farið eða kaupa eitthvað lítið og sætt og setja í jólapakka og fara með til Mæðrastyrksverndar…
En þetta er bara svona hugmynd að góðverki…
Ég óska ykkur gleðilegra jóla(þó að þau komi ekki alveg strax..hihihi)