Jólastress.
Ég, eins og margir aðrir, hef tekið eftir mörgum greinum og korkum um allan huga þar sem fólk er að kvarta yfir því hvað jólaskrautið er komið upp snemma og að fólk ætti bara að slappa af og halda jólin hátíðleg þegar þar að kemur – 24. desember.
Ég er orðin ansi þreytt á þessu röfli. Og mig langar með þessari klausu minni aðeins að rifja upp nokkur atriði. Í fyrsta lagi eru jólin ekki bara Aðfangadagur, heldur alveg frá fyrsta í aðventu, (næsta vika) og til 6. janúar, öðru nafni “Þrettándinn”.
En auðvitað nær allt hámarki hjá mörgum þann 24. desember, öðru nafni “Aðfangadagur” ;)
Ég hef líka tekið eftir því að fólk er svolítið í vafa með hvort heilbrigt sé að setja jólaskraut upp í október og hafa jólaauglýsingar og jólaskraut til sölu og jólalög í útvarpi. Mér finnst það persónulega mjög fínt. Ekki seinna vænna. Því ef jólaauglýsingar og þess háttar kæmu ekki fyrr en í desember þá kæmist ég alls ekki í jólaskap, því ég er alltaf í pínu jólaskapi, en svo magnast það meir og meir þangað til allstaðar er orðið skreytt og jólalykt og fjölskyldusamkomur og ýmislegt, sem tilheyrir jólum hvers og eins, fer að láta sjá sig.
Ég held ég verði ekkert á þönum þessi jól eins og vanalega því ég er búin að kaupa nokkrar jólagjafir, jólaföt, kaupi meira um helgina, búin að föndra fullt af sætum kortum, er að fara baka á þarnæstu helgi.. Bara svona í rólegheitunum.
Og já, jólin eru haldin út af fæðingu Frelsarans, það vita allir. Svo hafa líka skapast ýmsir siðir og venjur kringum jólin. Eins og að gefa gjafir og þess háttar. Í sjálfu sér finnst mér ekkert að því, svo lengi sem þetta er ekki að fara með fólk á hausinn. Þetta er gert í þeim tilgangi að gleðja hvort annað og gleðjast saman.
Svo hef í einnig heyrt talað um að allt sé í svo miklu jólastressi og blablabla.. persónulega hef ég örugglega aldrei verið stressuð á jólunum og þekki engann sem er það. Nema pabbi minn sem er fyrirmynd THE GRINCH . Ég persónulega er farin að halda að þetta jólastress sé bara hreinar og klárar ýkjur! Hvar er jólastressið??!Maður sér þetta bara í sjónvarpinu!
Og fyrir þá sem eru enn í vafa…
Tilgangurinn með jólaskrauti “snemma” er þessi: Svo að við áttum okkur á því ,,hmm.. jólin eru að koma” og förum að gera eitthvað í því, svo við lendum ekki í ,,jólastressinu” . Fyrir utan þá augljósu staðreynd að þetta er…. auglýsing.
Mér finnst bara fallegt og indælt að hafa jólaskraut í bænum!
Gleðileg jól, ég elska ykkur öll.