Nú er fyrsti sunnudagur í aðventu á sunnudaginn og kannski ágætt að rifja upp aðventukransinn, hvað kertin heita og afhverju og svo auðvitað söngurinn sem fylgir…
Fyrsta kertið er Spámannskertið, sem minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans.
Annað kertið er Betlehemskertið, og heitir eftir fæðingarbæ Jesús.
Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fengu fregnir um fæðingu frelsarans.
Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.
Söngurinn:
Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því drottinn sjálfur soninn þá
mun senda´í líking manns.
Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólun kysi sér.
Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn
Gleðilega aðventu…