Ég elska jólin.
Jólin mín byrja þannig að á hádegi borðum við ris ala mange með kirsuberjasósu úta og það er mandla í honum og sá sem fær möndluna hann fær möndlugjöfina sem er oftast fjölskylduspil sem verður svo vel nýtt um jólin.
Kl. 18:00 hefst jólamaturinn og þá fáum við hamborgarahrygg, brúnaðar kartöflur og allt með því.. Þegar við erum búin að borða þá förum við inní stofu og sitjum þar og eigum svona rólega stund til að melta matinn og slíkt. Um átta, níu leytið byrjum við svo á að opna pakkana. Við krakkarnir lesum alltaf á pakkana og rosa gaman. Kl. 12 er vaninn að fara í miðnæturmessu og það er mismunandi hvert við förum, við fórum í fríkirju hjf síðast og það var rosalega notalegt og þegar messan er þá veit maður virkilega af jólunum og skapið fer í topp!
Þegar messan er búin, förum við heim og höfum það rólegt.. förum að sofa eða slöppum af, skoðum gjafir eða annað.
Mér finnst jólin mín vera fullkomin og ég vildi alls ekki hafa þau öðruvísi, því svona eru þau fullkomin!
Takk fyrir =)
Gleðileg jól =P