Jæja.
Jólin mín hljóma svona.
Jólaseríur og svona er sett upp í byrjun des eða í kringum fyrsta í aðventu.
Í kringum 15 gerum við laufabrauð og húsið fillist af yndislegri lykt.
Vikan fyrir jól fer svo mikið í að vinna við jólatréssölu og unirbúa flugeldasölu hjá HSSH.
Á Þorláksmessu skreitum við svo tréið saman. Þegar ég ver lítil þá gerðum við systkynin þetta alltaf saman á mamma og pabbi voru að vinna. Núna gerum við þetta öll saman á þorláksmessu kvöld. Á aðfangadag förum við systkynin og pabbi svo niðrí búð að kaupa kók, appelsín og pepsi í gleri. Alltaf til fullur kassi af gosi í gleri hjá okkur og jólaísinn er líka keyptur og það síðasta sem að mamma er að fatta að henni vanti. Þegar við erum búin að gera þetta þá förum við um allan bæ og sveitarnar í kring með jólakortin. Þegar maður var lítill þá var þetta það skemtilegasta sem að maður gerði. Núna geri ég þetta oftast ein eða með bróðir mínum eða eithvað. Maður er búin að þessu svona um tvö leitið þá er bara að hjálpa mömmu með að leggja á borð og taka á móti fólkinu. Við erum oft mjög mörg heima um jólin. Allveg hátt í 20. Veit ekki hvað við verðum mörg núna. En svo er það bara að koma sér í bað og gera sig fínan ;) Klukkan sex knúsast svo allir og sest er við matarborðið. Við borðum jólamatinn og hjálpumst svo öll að tína af borðinu og Mamma og frænka mín hjálpast við að vasta upp og setja í uppþvottavélina.
Þegar það er búið koma þær framm með möndluréttin og það er yfirleitt spil eða konfekt í möndlugjöf.
Þegar möndlugrauturinn er búin förum við inn í eldhús með skálarnar og fullorðan fólkið fær sér kaffi á meðan við fáum okkur kók/appelsín/malt í gleri og laufabrauð. Þá er komið að því að opna pakkana. Pabbi les oftast á pakkana og er það yfirleitt gert með miklum tilþrifum ;)
Nú eru allir pakkarnir opnaðir og við spilum yfirleitt þegar allir eru orðnir sáttir. Spilað er svo framm á rauða nótt. Fer mjög eftir stemminguni hvenær við hættum. Hefur ennst allveg til um 4.
Á jóladag er svo farið til Reykjavíkur í matarboð með allri fjölskylduni og mjög gaman hjá okkur. En á milli jóla á nýárs fer mikill tími í undirbúning flugeldasölu og flugeldasölu. Sem er allt partur af jólunum hjá mér. Um áramótin er svo sprengt mikið mikið og mikil gleði. :)
Vá hvað ég er komin í mikið jólaskap núna. Er að hlusta á jólastoðina og allt ;) geggjað gaman hjá mér ;)
kv kittý - jólabarn!
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.