Jólin eru skemmtilegustu dagar ársins hjá mér.
Um hádegið borðum við möndlugraut (mjög góður) og hann sem fær möndluna fær pakka (oftast ég ;o)
Svo fara allir í bað og sendast með pakka og svo opnum við jólakortin sem við fáum.
Klukkan 6 þá kveikjum við á útvarpinu og hlustum á það, hlustum á jólaguðspjallið og kirkjuklukkurnar..
Svo borðum við og svo fáum við eftirrétt og þegar við erum búin koma amma og afi, hin amma og afi, og frændfólk og allir spjalla saman.
á Jóladag förum við um kvöldið í jólakaffi hjá ætt mömmu og það er mjög gaman (sérstaklega að hitta ættingja frá útlöndum) og annan í jólum er matarboð hjá ömmu og afa og svo koma stundum hálf-systir pabba og hennar fjölskylda. Svo einhvetímann milli jóla og nýárs er jólaboð hjá frænku minni (elska jólaboðin:)
Uppáhalds augnablikið mitt á jólunum er:
Ég sit uppi í sófa
Finn góða lykt úr eldhúsinu
Heyri í klukkunum í útvarpinu
Horfi á jólatréð, og jólaljósin
Reyndar missti ég eiginlega af síðustu jólum
ég var að lesa svo spennandi bók að ég fór bara strax uppí herbergi og las og las öll jólin
Núna ætla ég að njóta jólanna og geyma bækurnar uppi í hillu…
Því að jólin eru nú bara einu sinni á ári.
Og það er 31 dagaur til jóla!!!