Niðrí bæ,nánar tiltekið Reykjavíkur miðbæ Grundarstíg 7. Er búð er kallast “Litla Jólabúðin” og er það kona sem ég veit ekki hvað heitir sem rekur hana,búðin er opin 10. Mánuði á ári Mars,Apríl,Maí,Júní,Júlí,Ágúst,September,Óktóber,Nóvemb er og auðvitað Desember og er mikil jólastemning allt árið um kring (nema Janúar & Febrúar).
Um daginn þegar ég fór í sérstaka kynningu því ég var nemandi í Vinnuskóla Reykjavíkur kíktum við í þessa búð og fengum við piparkökur og fengum að skoða fallegasta garð í Reykjavíkur borg (Eða svo sagði konan allavega) við skoðuðum þessa búð og komst ég að því að konan sem á þetta,ég tek það fram aftur að ég veit ekki hvað hún heitir býr í húsinu þarna við hliðiná! sniðugt og þægilegt!
Úti í garði er allt fullt af trjám og meira segja tjörn minnir mig :P
Inní búðinni er mikið af jóladóriog litlu skrauti svo sem litlum álfum,litlum jólasveinum,litlum jólakonum o.fl
Ég mæli með þessari búð fyrir alla sem vilja kíkja í bæinn sér til dægrastyttingar.