Mér finnst Jólin alltaf skemmtileg. Ég hef varið mínum Jólum í Gautaborg í Svíþjóð, Reykjavík og Vík í Mýrdal. Hefðin hjá okkur er að á Aðfangadag sitjum ég og systir mín og horfum á sjónvarpið til klukkan fimm eða eitthvað í kringum það og förum síðan að fara í sturtu og að klæða okkur í spariföt. Svo klukkan sex fáum ég og systir mín að opna eina vel valda gjöf hvort. Við dundum okkur eitthvað með þær gjafir í einhverja stund og bíðum svo spennt eftir jólamatnum. Klukkan hálfátta förum við að leggja lokahönd á matinn og það og borðum einhverjum mínútum síðar. Oftast borðum við gæs en það er breytilegt, það getur verið hamborgarhryggur, gæs, kalkúnn og eitthvað annað kannski, en alltaf borðum við það og sykraðar kartöflur, rauðkál, höfum með einhvers konar salat og sósu. Þegar matnum er lokið vöskum við systkinin upp og þegar það er klárað byrjum við á pökkunum. Pabbi situr í hægindastól við hliðina á trénu og tekur upp pakka og les á hann og réttir eigandanum hann. Svona gengur þetta þangað til allar gjafirnar eru gefnar. Ég fæ ekki alltaf frábærar gjafir en þær nægja mér flestar.
Þetta er yfirleitt prógrammið hjá okkur. Þetta er náttúrulega allt skemmtilegt, maturinn, pakkarnir, eftirvæntingin og sjónvarpsdagskráin, en ástæðan fyrir því að mér finnst þetta allt skemmtilegt er mórallinn og fílíngurinn.
Þetta með að Jólin séu skemmtileg útaf kærleiknum er kjaftæði.
Þetta með að Jólin séu skemmtileg útaf pökkunum er 95 % satt.
En þetta með stemninguna og að Jólin séu skemmtileg útaf henni, það er alveg dagsatt.
Kv. Grahamskex (Yainar)