Ömurlegar jólagjafir?! Hæ öll sömul og gleðileg jól (“,)

Mig langaði að vita hvort að einhver hérna fékk ömurlegar jólagjafir?! Það er stundum fúlt ef maður fær nú ekkert spes gjafir og þá sérstaklega ef það er frá einhverjum sérstökum. En svo er það sagt að stærðin á pakkanum skiptir ekki máli eða verðið, heldur sé það hugurinn á bak við gjöfina.

En segjum svo að maður er að fara ákveða jólagjöf handa t.d. kærastanum. Maður ákveður að gefa honum eitthvað geggjað flott, eitthvað sem maður veit að honum langar í og gefur honum svo gjöf sem er alveg útpæld og frekar dýr…segjum bara flottan fatnað frá Jack & Jones. Og svo myndi maður fá gjöf í staðinn sem væri bara ekki eins flott og maður gaf kærastanum…og alls ekki eins dýr…eins og kertastjaki úr rúmfatalagernum eða eitthvað álíka. Maður hefði þá kannski átt að koma sér saman um verðið á jólagjöfunum. Veit bara að kærastinn yrði alveg rosalega fúll og sár ef hann myndi komast að því að ég hefði skipt gjöfinni sem hann gaf mér í eitthvað annað. En þetta er nú bara svona ein spurning…

Önnur spurning. Hvað gerið þið við þær jólagjafir sem þið eruð alls ekkert að fýla á nokkurn hátt?! Skilið þið gjöfunum og fáið eitthvað annað í staðinn eða gefið þið ”gjafirnar" áfram einhverjum öðrum?…Það væri alveg geðveikt fúlt fyrir manneskjuna sem gaf manni gjöfina ef hún myndi komast að því að maður hefði gefið hana áfram. En myndi maður hafa samviskuna í það að gefa gjöf áfram???
Endilega segjið mér ykkar álit! ;)


Kv. cutypie

P.s. Bara svo að þið vitið þá var ég ýkt ánægð með jólagjöfina sem kærastinn minn gaf mér og ég vill alls ekki skipta henni!!! =)
I´m crazy in the coconut!!! (",)