Hó hó!
Já, krakkar mínir komiði sæl, jólin koma, og það meira að segja á morgun!
Núna eru allir í þvílíku jólastressi, kaupa allar gjafir sem marr á eftir, kaupa í matinn, leggja lokahönd á þrifin og jafnvel skreyta jólatréð o.s.frv.
Við erum nú flest farin að hlakka til ekki satt?
Jólin eru hátíð gjafa, ljóss og kærleiks, þess vegna er svo gaman á þeim! Þau eru hátíð barna jafnt sem fullorðinna.
Aðeins 1 dagur til jóla er ekki mikið, en börnunum finnst það ósköp hægt að líða, þau þurfa oftast ekki að lyfta fingri við þetta leiðinlegasta sem þarf að gera fyrir jólin, þrífa og þannig.
Eru ekki allir komnir upp með jólatré?
Pakkarnir eru farnir að streyma inn og einhversstaðar verða þeir að vera :o)
Leiðindaveður úti, rigning, átti ekki að snjóa? TJa, ég ætla nú samt sem áður að rölta niðrí bæ í kvöld, það er einfaldlega hluti af jólunum hjá mér, troða sér á milli búða í kringum mannfjöldann.
Jamm, jólin koma, góðu jólin koma :o)
Kveðja, hegga og Gleðileg jól!