Hvað er virkilega í þessari blessuðu kistu?

Fyrir ykkur sem hafið verið að pæla í því hvað sé virkilega í kistunni þá er ég með svarið.

Þið fáið svarið nú ekki svona auðveldlega. Því að á undan ætla ég að tala um gerð sögunnar minnar sem hefur fengið alveg ágætis viðtökur.

26 nóv: Fyrsti partur sögunnar gerður. Erfitt að gera því ég var ekki viss um hvað sagan ætti að vera um.

9 des: Annar parturinn gerður. Sagan er byrjuð að gerast.

10 des: 3 og 4 hlutinn gerður í einum rikk. Spennan er byrjuð en húmorinn dofnar.

11 des: 5 og 6 hlutinn gerður. Ekki enn ákveðið hvert plottið yrði.

(Fyrir þá sem ekki hafa lesið söguna koma spoilerar)

12 des: Pirrandi partur því jólasveinninn sjálfur varð að hitt nýja menn því Tumi og hann voru aðskildir. Bill kom upp í hugann minn því það var verið að auglýsa Mackhinto’s konfektið í útvarpinu. Ætlaði að gera forstjóra Macintosh en vissi ekki nafnið á honum. Gerði Bill í staðinn.

14 des: 8 parturinn gerður. Varð að láta þá fara aftur í tímann því ég gjörsamlega hafði ekki grænan guðmund um hvernig jólasveinninn og Tumi mundu hittast aftur. Frekar flókinn partur. Ég ákveð að Rúdólf sé svikari

15 des: 9 og 10 parturinn gerður. Sagan að klárast. Ætlaði að láta þá hringja úr NMT-símanum en ekkert varð af því.

Þetta var svona gerð sögunnar.

Fyrir þá sem hafa verið að pæla í nöfnunum þá skal ég skýra þau út hérna.

Tumi: Ég átti gullfisk sem hét Tumi.
Meme: Ég átti gullfisk sem hét Meme.
Bill Gates: Búnað útskýra.
Rögnvaldur Runólfson Rækja: Pabbi ruglaði þetta nafn upp úr sér eitthvertíman.
Ofvirki krakkinn með sykurpúðana: Frændi minn á hálfbróðir sem er frekar brjálaður og einu sinni fékk hann fulla körfu af litlum sykurpúðum.

Þá er komið að því. Hvað var í kistunni og af hverju kannaðist jólasveinninn við hana.

Jólasveinninn kannaðist við kistuna því að hann fékk hana eitthvertíman í gjöf frá lítilli stelpu. Þessi kista hafði verið týnd í mörg ár.
Það sem var inn í henni var einfaldlega miði sem á stóð: Meme er sami og Rúdólf.
Ekkert merkilegra en það. Ég var búinn að plana þetta sem var í kistunni.

Gleðileg jól öll sömul

Kveðja

Maurinn