Átti erfitt með að velja, hvort ég ætti að senda þetta inn á Jólin eða Smásögur. Máske var þetta endursent og ég beðinn um að senda þetta inn á smásögur. En samt, á hverju ári bý ég til jólasögu og þessa gerði ég fyrir þessi jól. Hér kemur hún:
Það var dimmt og drungalegt vetrarkvöld í desember. Jónas var á kafi í jólaföndri til að gefa pabba, mömmu og litlu systur jólagjafir. Hann þurfti að ljúka þessu fljótt því að það voru aðeins 3 dagar í jólin. Hann hugsaði um allar gjafirnar sem hann átti kannski eftir að fá, skauta, geisladisk með Ylfu og fólkinu og hið allra yndislegasta sem hann var búinn að biðja um lengi, kött. Ólíkt mörgum öðrum var hann ekkert gefinn fyrir hunda. Þegar hann var lítill hafði stór Rottweiler hundur bitið af honum fremri hlutan af baugfingri á vinstri hönd. Hann vildi helst ekki hugsa um það enn síðan það gerðist hefur hann alltaf verið hræddur við hunda.
Á sama tíma enn á öðrum stað var mamma í búðum. Hún var að flýta sér að kaupa jólagjafir á síðustu stundu. Hún var að flýta sér því henni liggur mikið á. Hún þýtur um til að vera á undan hinum. Enn þegar svona margt fólk er alls ekki hægt að þjóta um. Alls staðar þar sem pláss er er fólk sem er líka að kaupa jólagjafir. En skyndilega dettur hún niður í fólks þrönginni. Einhver felldi hana til að komast að. Hún finnur hvernig fólkið traðkar á henni, því að þegar svona margt fólk er, tekur enginn eftir því á hverju það stendur. Hún er við það að missa meðvitund, þetta hverfur í móðu, hún sér hvernig allt verður svart…
Heima hjá Jónasi er hringt síma. Jónas heyrir pabba svara, tala í hann og skellir svo. Hann kallar í Jónas og litlu systur hans ”Jónas og Gunnhildur, klæðið ykkur í úlpunar og komið. Mamma er uppi á sjúkrahúsi.” Jónas fær sting í magann. “Pabbi, hvað gerðist?” Við tölum um það í bílnum. Pabbi er óvenju alvarlegur. Við förum þöglir í bílinn. Hann keyrir svolitla leið og segir Jónasi frá því hvað gerðist. “Maðurinn sem hringdi sagði að mamma hefði fundist liggjandi á gólfinu í matvöruverslun í Kringlunni. Hún hafi verið þónokkuð slösuð.”
“Mikið slösuð?“ spurði litla systir með kvíða í röddinni. “Nei, sem betur fer ekki. En samt svo mikið að hún verður að vera heima um jólin.” Nei”, hugsaði Jónas. “Það mátti ekki hafa gerst“. Hann fór að kjökra. “Hver á þá að elda jólamatinn? Jólin verða eyðilögð án hennar.” ”Svona, svona. Við finnum út úr þessu.” Segir pabbi. Þótt Jónasi hafi þótt líða heil eilífð komust þeir fljótt á sjúkrahúsið. Mamma Jónasar hafði verið á deild þar sem að börn máttu ekki vera. “Bíðið hér”, kallaði pabbi. Jónas beið lengi og sagði ekki orð við litlu systur sína. Þau biðu bæði bara og hugsuðu. Pabbi þeirra kom aftur eftir um það bil korter. Jónas spurði hvernig hún hafi verið. Hann sagði að hún hefði verið handleggsbrotin og hafi verið í gifsi. “Við spjölluðum saman og hún sagði að sér liði ekki svo illa. En við ákváðum líka að þar sem að hún geti því miður ekki verið með okkur á jólunum að við ákváðum eitt. Og hvað var það? Framhald næstu jól
Höf. sverrsi