Það er komið að því
Partur 10
Þið sem vitið ekkert hvað sé að ske, lesið part 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9
…Jólasveinninn og Tumi fylgja litlu gulu mönnunum upp á þriðju hæð. Þeir eru samankomnir í stóran eitthverskonar samkomusal.
,,Herra! Jólasveinninn!” heyrist í kunnuglegri rödd.
Jólasveinninn snýr sér við.
Getur það verið? Enginn annar en Rúdólf, hreindýrið Rúdólf stendur á bak við þetta allt saman.
,,Rúdólf?” spyr jólasveinninn agndofa.
,,Já herra. Þetta er ég” segir Rúdólf.
,,Af hverju? Stendur þú á bak við þetta allt saman?” spyr jólasveinninn.
,,Ég stend á bak við þetta allt saman. Ég er Meme.” segir Rúdólf.
,,Af hverju?” spyr jólasveinninn aftur.
,,Af hverju?! Af hverju! Ég skal segja þér af hverju. Það er útaf því að ég vill ekki lengur vera eitthver þræll sem flýgur um. Ég hef aldrei elskað jólin og ég vill leggja
þau niður.” svarar Rúdólf.
,,ég bjó til falsaðan undirskriftalista og lét í póstkassann þegar þú varst sofandi. Ég fann engan miða og því varð ég að skrifa á kalkípappír.
Svo þegar þú ákvaðst að fara að kanna þetta nánar lenti ég í veseni.
Fyrr um morgunninn hafði ég fengið hin hreindýrin til að fljúga í átt að kastalanum mínum. Þegar við vorum hjá honum ákvað ég að láta viftuna í gang á þakinu og sleðinn fauk og hrapaði. Ég þóttist deyja en um leið og þið lituð undan hljóp ég í átt að kastalanum og fór upp í farartækið mitt og skaut snjóboltum í átt að þér.
Ég hélt þú værir dáinn og jólin væru mín. En til að toppa þetta henti ég út lítilli kistu með skilaboðum.” Heldur Rúdólf áfram.
Jólasveinninn og Tumi standa agndofa á gólfinu og trúa ekki sínum eigin eyrum.
,,Drepið þá!” öskrar Rúdólf til litlu gulu kallanna.
Mörg hundruð litlir gulir kallar hlaupa í átt að jólasveinunum og Tuma. Þessir kallar eru ekki sterkir og þurfa ekki mikið til að deyja en samt er Tumi í basli við að slást við þá.
Tíu mínútur líða og litlu gulu karlarnir fara fækkandi. Rúdólf situr í hásæti og fylgist með. Jólasveinninn fær högg í sig af einum litlum gulum kalli og vankast og verður ringlaður. Hann jafnar sig nú fljótt.
Brátt er búið að drepa alla gulu kallana.
,,Jæja Rúdólf. Þá er það ég og þú!” segir jólasveinninn ákveðinn.
,,Ég og þú?! það hefur aldrei verið neitt sem heitir ég og þú” svara Rúdólf.
,,Jú, reyndar” segir Tumi ,,Ef það væri ég og jólasveinninn og ég og jólasveinninn værum að…nei bídd aðeins. Ef það væri jólasveinninn og þú og…nei…eh…nei okey haldið þið bara áfram” tautar Tumi.
,,Já, og þegiðu písl!” segir Rúdólf við Tuma.
,,Hann kallaði mig písl” tautar Tumi áfram.
,,Bríng it on pússí!” segir Rúdólf við jólasveininn.
Jólasveinninn og Rúdólf hefja ein alblóðugustu slagsmál sem sögur fara af frá Norðurpólnum. Rúdólf nær nokkrum góðum höggum á jólasveininn og jólasveinninn er ekkert síðri.
Maður getur séð hversu reiður Rúdólf er orðinn. Rúdólf er að verða brjálaður því hann sér að hann er að tapa fyrir sjálfum jólasveininum. Brátt snýr Rúdólf sér við og hleypur að hásætinu og nær í byssu. Hann hleður byssuna og bank!
Skotið skýst úr byssunni á ógnarhraða. Maður sér hvernig andlitið á jólasveininum breytist þegar hvellurinn dynur yfir. Allt gerist svo hægt.
,,Neiiiii!!” heyrist öskrað.
Jólasveinninn stendur stjarfur og augun beinast á byssukúluna sem færist nær og nær.
Brátt er byssukúlan komin í meters fjarlægð frá jólasveininum. Þá kemur maður fljúgandi í loftinu og fær kúluna í sig og dettur niður.
Jólasveinninn tekur inn andann. Hann er enn stjarfur en hann fer á gólfið og snýr manneskjunni sem fékk kúluna í sig.
,,Jesú!” segir jólasveinninn um leið og hann sér manneskjuna.
Bill, ofvirki krakkinn og allir hinir eru komnir til að bjarga jólasveininum.
Bill rotar Rúdólf með ferðatölvunni sinni.
,,Herra…ég sagði áðan að…euh…enginn mundi deyja…well ég laug” stynur Jesú rétt áður en hann lokar augunum í síðasta skipti.
Vegleg jarðarför er haldin fyrir Jesú og Rúdólf er sendur beinustu leiðina til helvítis.
Tumi og Jólasveinninn fengu smá kvef en það allt reddaðist.
Jólin gengu í garð og ofvirki krakkinn jafnaði sig fljótt en fékk nú samt rídalín í skóinn frá jólasveininum. Bill fékk nýja ferðatölvu og Brooklyn sonur Beckhams fékk glæsilegan Ferrari.
Aldrei var aftur reynt að taka starf jólasveinsins í burtu.
Þessi saga var skrifuð til minningar um hreindýrin sem dóu þegar sleði jólasveinsins hrapaði til jarðar.
Hvað var í kistunni sem farartækið henti niður? (það fær enginn að vita!)
FIN
Gleðileg jól allir!