Partur 9
Þið sem vitið ekkert hvað sé að ske, lesið part 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8
…Jólasveinninn og Tumi ná í NMT-símann og pakkann sem er á syllunni.
Þeir nota kaðal úr belti jólasveinsins til að ná í pakkann. Svo opna þeir pakkann.
,,Hvað er þetta?” spyr Tumi.
,,Ég veit það ekki. En ég kannast við þetta” svarar jólasveinninn.
,,Hvað gæti þetta hugsanlega verið?” spyr Tumi aftur á meðan hann tekur hlutinn upp.
Hluturinn er lítil kista sem er skreytt með gulli hringinn í kring. Kistan er svo lítil að jólasveinninn kemur henni í vasann sinn.
Þeir ætla að labba og reyna að finna eitthverja byggingu eða eitthvað. Þeim er nú báðum orðið kalt. Þeir þurfa að sveigja fram hjá sprungum þar sem faratækið eyðilagði stóran hluta af jöklinum.
,,Ég veit hvað er í kistunni!” öskrar Tumi allt í einu.
,,Nú hvað?” spyr jólasveinninn forvitinn.
,,Jólin!” segir Tumi.
,,Jólin?” spyr jólasveinninn.
,,Já, jólin. Eins og í jóladagatalinu með Pú og Pa”
,,Það gæti verði rétt hjá þér. Opnum kistuna” segir jólasveinninn.
,,Nei! Ertu brjálaður maður. Við megum ekki opna kistuna fyrr en á jólunum.
Núna er bara 11 desember. Jólin eru bara eftir smá tíma” segir Tumi.
,,Það er rétt hjá þér” segir jólasveinninn.
Þeir koma að mölbrotna jólasleðanum. Öllum dauðu hreindýrunum. En það er eitthvað sem var þarna en er ekki lengur.
,,Hvað vantar hérna?” spyr jólasveinninn.
,,Ekki hugsa of mikið um þetta. Líttu undan” segir Tumi.
Þeir labba og koma brátt að byggingu. Stórum kastala. Fyrir utan kastalann er faratækið sem skaut snjóboltunum. Faratækið sem er með tvö strik á stélinu.
Ofan á kastalanum er risa, risa, risa stór vifta.
,,Hvað kastali er þetta Tumi” spyr jólasveinninn Tuma.
,,Ég hef ekki grænan guðmund” svarar Tumi.
,,Það er eitt sem við getum gert í því. Það er að fara inn og gá” segir jólasveinninn.
,,Heldurðu að það sé ráðlegt?” spyr Tumi jólasveininn.
,,Nú við verðum að gá hver stendur á bak við þetta allt.
Þeir tveir labba inn í kastalann. Allt er fullt af litlum gulum köllum.
,,Þetta eru sömu kallarnir og voru niðri í jöklinum” hvíslar Tumi.
,,Heldurðu að ég sjái það ekki maður” segir jólasveinninn.
Þeir labba um og sjá allskonar myndir af jólasveininum. Slæmar myndir sem sýna jólasveininn dauðan.
,,Af hverju taka þeir þig ekki fastan” spyr Tumi.
,,Ég hef ekki hugmynd” svarar jólasveinninn.
Hátalarakerfi: ,,Allir menn upp á þriðju hæð strax!”
,,Hvaðan kannast ég við þessa rödd?” segir jólasveinninn lágt.
Jólasveinninn og Tumi fylgja litlu gulu mönnunum upp á þriðju hæð. Þeir eru samankomnir í stóran eitthverskonar samkomusal.
,,Herra! Jólasveinninn!” heyrist í kunnuglegri rödd.
Jólasveinninn snýr sér við…
Hver er þessi kunnulega rödd?
Hvenær komast þeir á slóðir memear?
Hvað er í kistunni?
Fylgist með í næsta og jafnframt síðasta parti sögunnar.