Partur 8
Þið sem vitið ekkert hvað sé að ske, lesið part 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7
…,,Héðan getum við gert hvað sem er. Ef ég ýti á enter þá gerist eitthvað” segir Bill.
,,Ýttu!” segir jólasveinninn spenntur.
Bill ýtir. Jólasveinninn, Jesú, Bill, ofvirki krakkinn og allir hinir sem voru í tómarúminu ferðast nú á hraða ljóssins í gegn um tímagöng og hrapa niður á jökulinn. Þeir hrapa niður á norðurpólinn.
Nokkrir lenda svo illa að þeir deyja.
,,Hér deyr enginn” segir Jesú á meðan hann lífgar alla við.
Jólasveinninn og allt hitt liðið labba um í smá stund á pólnum.
,,Hvar erum við?” spyr jólasveininn ,,og hvað er klukkan?”
,,Hún er 15:25” svara Bill.
,,Hvaða dagur er?” spyr jólasveinninn.
,,11 desember” svarar Bill.
,,Getur það verið? Ég lagði af stað frá kastalanum mínum fyrir 15 mínútum með Tuma samkvæmt þinni klukku” segir jólasveinninn undrandi.
Brátt koma þeir að svolitlu ótrúlegu. Þeir labba að gleri og komast ekki lengra. Jólasveinninn lítur í gegn um glerið. Það sem er fyrir aftan glerið er ótrúlegt.
Jólasveinninn og Tumi eru að flýja frá stóru farartæki sem skýtur snjóboltum. Þeir sjá björn soldið í burtu lenda í sprungu. Þeir sjá þegar Tumi hendir af sér jólasveinabúningnum og hleypur. Þeir sjá þegar jólasveinninn snýr við og tekur upp jólasveinabúninginn og NMT-sími dettur úr honum. Þeir sjá líka þegar snjóboltinn lendir hjá jólasveininum og hann dettur niður sprungu.
,,Hvað er þetta?” spyr jólasveinninn í sjokki.
,,Við höfum farið til baka í fortíðina” svarar Bill.
Faratækið hendir niður pakka og Tumi byrjar að klifra á sylluna sem pakkinn er á.
,,Hleyptu mér í gegn!” öskrar jólasveinninn.
,,Það er óráðanlegt að breyta hinu liðna!” segir Bill.
,,Hleyptu mér í gegn!” öskrar jólasveinninn aftur.
,,okey!” segir Bill og ýtir á eitthvern takka á tölvunni sinni.
Jólasveinninn hoppar í gegn um glerið og kallar til Tuma
,,TUMI!!” öskrar jólasveinninn og hleypur til hans ,,Stoppaðu!”
Tumi heyrir í jólasveininum og bakkar á syllunni.
Jólasveinninn og Tumi sjást á ný.
,,Jólasveinninn. Herra” segir Tumi undrandi ,,Þú varst svei mér snöggur upp”
,,Ég fór aldrei niður” segir jólasveinninn.
,,Ha?” segir Tumi undrandi.
Tumi og jólasveinninn líta ofan í sprunguna og sjá jólasveininn þar barinn niður af gulum litlum mönnum.
,,Hverjir eru þetta?” spyr Tumi ,,og hvað ert þú að gera hér ef þú ert líka þarna niðri.”
,,Ég er ekki þarna niðri. Jú ég er líka þarna niðri en ég er líka hérna uppi. Nei ha? Ég er uppi og niðri eða bæði eða hvorugt” reynir jólasveinninn að útskýra ruglaður.
Jólasveinninn og Tumi ná í NMT-símann og pakkann sem er á syllunni.
Þeir nota kaðal úr belti jólasveinsins til að ná í pakkann. Svo opna þeir pakkann.
,,Hvað er þetta?” spyr Tumi.
,,Ég veit það ekki. En ég kannast við þetta” svarar jólasveinninn.
Hvað er í pakkanum?
Hverjir voru þessir litlu gulu kallar?
Hvernig virka hlutirnir ef jólasveinninn sannar að fortíðinni má breyta?
Fylgist með í næsta parti.