Partur 7
Þið sem vitið ekkert hvað sé að ske, lesið part 1, 2, 3, 4, 5, 6
…,,Herra! Hjálp” kallar Tumi sorgmæddur til jólasveinsins.
,,Þú verður að þrauka. Mundu það góða inn í þér sonur sæll” kallar jólasveinninn til Tuma.
Jólasveinninn labbar inn ganginn og er samferða um hundrað öðrum föngum. Jólasveinninn var að verða brjálaður á öllu þessu veseni bara út af því að hann var ráðinn úr starfi. Hann reyndi að komast að því hver stæði á bak við þessa aðgerð og ákvað að spyrja síðhærða manninn fyrir framan sig.
,,Eh…herra” mumlaði jólasveinninn en maðurinn fyrir framan heyrði ekkert. Enda mikill hávaði.
Jólasveinninn endurtók setninguna en nú með meiri ákafa. Engin viðbrögð. Jólasveinninn byrjar að porta í manneskjuna og öskrar:
,,Hvernig væri að svara helvítis asninn þinn!!”
Maðurinn snýr sér við.
,,Jesú!” segir jólasveinninn hissa og hálf vandræðalega og sá greinilega hver þetta var.
,,Það er allt í lagi þó að þú blótaðir” segir Jesú ,,það blóta allir eitthvertímann. Ég hef blótað. Hérna fáðu þér brauð og vín.
Í sömu andrá pompast brauð og vínglas í höndina á jólasveininum.
,,Farðu varlega með glasið. Þetta er hágæða kristalssglað frá Tekk Kristal” segir Jesú og svo kallar hann yfir allan hópinn ,,Má ekki bjóða ykkur öllum brauð og vín gott fólk!”
,,Já!” öskra allir nema einn.
Lítill polli spyr Jesú hvort hann geti reddað djús. Já og áttu brauð frá samsölubakaríinu.
,,Því miður litli polli” segir Jesú ,,En ég á þetta. Sykurpúða!”
Litli strákurinn emgst um af gleði og étur þá alla í einu.
Þá er komið að því. Jesú ætlar að láta alla fá brauð og vín. Hann lætur það gerast. Brauð fer að rigna niður úr loftinu og brátt gefur gólfið sig.
Mörg hundruð manns hrapa niður einskonar svarthol eða göng og vínið kemur á eftir. Þetta er eins og risastór vatnsrennibraut.
,,Vííííí” öskrar Jesú á meðan jólasveinninn gubbar.
Brátt endar þessi stórskemmtilegi rússíbani.
Allir eru fastir í svörtu herbergi. Allir eru kyrrir og hræddir nema litli strákurinn sem át sykurpúðana. Hann er að panica og hleypur í hringi og syngur öll lögin í
dýrin í hálsaskógi aftur á bak.
,,Var svona nauðsynlegt að gefa honum sykurpúða!” spyr jólasveinninn Jesú.
,,Æji, herra Rögnvaldur Runólfson Rækja. Væri ekki bara upplagt að finna leið út” segir Jesú við jólasveininn og var nokkuð augljóslega búinn að gleyma nafninu á jólasveinunum.
,,Ha?” segir jólasveinninn ruglaður ,,Sko ég skal nú bara segja þér það að ég á að fara að gefa pakka eftir nokkra daga og ef við finnum ekki leiðina út, þá fær enginn af krökkum heimsins pakka frá jólasveininum.
,,Shit! Þú meina það” segir Jesú.
,,…stakab rukökrapip rageþ” heyrist upp úr krakkanum sem fékk sykurpúðana.
,,Við verðum að finna leið héðan út” segir Jesú.
,,Já. Við skulum prufa að leggja saman allt það góða í okkur og gá hvað ger…” jólasveinninn nær ekki að klára því maður nokkur grípur fram í fyrir honum.
,,Sælir, ég heiti Gates. Bill Gates og ég er forstjóri Microsoft” segir gaurinn.
,,Hey, alveg eins og nammið?” spyr Jesú klár með sig.
,,Nei, það er machintosh” segir jólasveinninn.
,,Argg…ekki segja þetta orð!” öskrar Bill.
,,Við verðum að vara snöggir að komast héðan úr. Tumi gæti verið í hættu”
segir jólasveinninn.
Bill Gates tekur upp ferðatölvu.
,,Nú þar sem maður fær nú 24 milljónir á tímann hverju breytir þó að maður eyðileggji eina ferðatölvu í skít” segir Bill.
,,Tuttugu og Fjórar!!” öskrar jólasveinninn ,,væri ekki þá bara fínt ef þú kaupir efnin í öll dótin sem ég þarf að búa til góurinn. Tuuutugu og fjórar…” mumlar jólasveinninn.
Bill byrjar að rita. Hann skrifar og skrifar klukkutímunum saman.
Loksins nær hann að hakka sig inn í gagnabanga blóðbanka ísland.
,,Hérna er það!” öskrar hann þegar hann kemst inn.
,,Hvað?” spyr jólasveinninn.
,,Héðan getum við gert hvað sem er. Ef ég ýti á enter þá gerist eitthvað” segir Bill.
,,Ýttu!” segir jólasveinninn spenntur.
Mun Bill ýta?
Munu þeir koma pökkum í skónna á réttum tíma?
Hvenær sjá þeir Tuma næst?
Fylgist með í næsta parti.