Partur 6
Þið sem vitið ekkert hvað sé að ske, lesið part 1, 2, 3, 4, 5
…,,Hvað?! Tum…”
Jólasveinninn gat ekki klárað setninguna því áður en hann gerði það fann hann fyrir höfuðhöggi og allt varð svart.
Tumi rankar við sér á bekk í klefa. í klefa við hliðina á Tuma liggur jólasveinninn. Klefarnir eru með rimla á milli hvors annars.
Tumi ætlar að reyna að vekja hann með því að henda steinum í hann. Tumi hendir þremur steinum en hittir ekki með neinum einasta. Hann leitar og leitar en engir smásteinar eru eftir í klefanum.
Þá kíkir hann undir rúmið sitt. Lengra en hann hafði áður kíkt. Hann þreifar og finnur eitthvað. Disk og glas. Á disknum er ekkert en glasið er troðfullt af köngulóm.
,,Jakk!” segir Tumi þegar hann sér glasið.
Hann ákveður að tæma glasið og henda til jólasveinsins í þeirri von um að vekja hann. Fyrst gáir hann nú út um rimlana til að vera öruggur um að enginn mundi heyra í glasinu.
Þegar hann kíkir út sér hann svolítið skemmtilegt. Lyklar hanga uppi á vegg við hliðina á klefahurðinni. Hann ákveður að taka þá og reynir að opna klefann. Ekkert virkar. Það finnst honum skrítið.
Hann hendir þá glasinu í klefann hjá jólasveininum. Glasið mölbrotnar og jólasveinninn vaknar.
,,Hver…hver…eh…hvar er ég?” stynur jólasveinninn.
,,Herra” hvíslar Tumi. ,,Við erum í gíslingu eitthverstaðar”
,,Ha? Og hvernig sleppum við í þetta skiptið?” segir jólasveinninn frekar pirraður á meðan hann strýkur kúluna á höfðinu.
,,Það er ekk…” Tumi klárar ekki setninguna því að vörður fyrir utan kallar.
,,Allir fangar á gangi 50 upp!” heyrist í verðinum.
Tumi og jólasveinninn standa upp og brátt opnast klefarnir þeirra.
Vörður kemur með handjárn og fótjárn og festir þá saman áður en þeir fá að fara út úr klefanum. Þegar þeir koma út trúa þeir ekki sínum eigin augum. Um 500 fangar eru í viðbót á þessum gangi og þetta er gangur 50.
Þeir fara allir í eitthverskonar risastóran matsal.
Sver maður stendur upp við ræðupúlt og byrjar að tala.
,,Jæja, gott fólk. Þá er komið að því sem þið hafið öll beðið eftir. Skiptingin! Lítið fólk fer þennan gang, vont fólk fer þennan gang, hlutlaust fólk fer þennan gang og góða fólkið fer þennan gang.
Brátt skipta allir sér. Jólasveinninn og Tumi reyna að vera saman en þeim er stíað í sundur af vörðum. Tuma er ýtt inn ganginn þar sem litla fólkið fer og jólasveinninn fer inn ganginn þar sem góða fólkið er.
,,Herra! Hjálp” kallar Tumi sorgmæddur til jólasveinsins.
,,Þú verður að þrauka. Mundu það góða inn í þér sonur sæll” kallar jólasveinninn til Tuma.
Munu jólasveinninn og Tumi sjást eitthverntíman aftur?
Hvar voru jólasveinninn og Tumi?
Hver stendur bak við þetta allt?
Fylgist með í næsta parti.