jólasveinninn rekinn-partur 4 sorry. ég hef ekki farið á netið lengi þannig að hér koma partar fjögur og fimm á sama tíma.

kveðja Maurinn hinn magnaði

Partur 4

Þið sem vitið ekkert hvað sé að ske, lesið part 1, 2, 3

…,,AAAA!” heyrist í jólasveininum á meðan hann hrapar niður.

Um leið og jólasveinninn hrapar ofan í sprunguna hætta snjóboltarnir að skjótast og farartækið flýgur í burtu. En áður en það flýgur í burtu lætur það pakka hrapa niður í fallhlíf.
Tumi veit ekki hvað hann á að gera. Hlaupa og taka upp pakkann eða bjarga jólasveininum.
Hann fær góða hugmynd. Hann ákveður að ná í pakkann og svo bjarga jólasveininum.

Pakkinn liggur á íssyllu fyrir ofan eina sprunguna. Tumi teygir sig eftir pakkanum.

,,Aðeins lengra” mumlar Tumi. Hann er ekki að ná pakkanum.

Brök og brestir heyrast í ísnum á meðan Tumi teygir sig lengra og lengra. Hann er komin út á miðja blaðþunna sylluna.
Allt í einu gefur syllan sig og Tumi og pakkinn hrapar niður. Tumi þrusast í klett og loks hættir hann að hrapa. Hann liggur hreyfingarlaus.

Á sama tíma er jólasveinninn að ranka við sér á kannski á öðrum stað í annarri sprungu. Langt frá Tuma. Hann skimar um sig en sér ekkert. Það er niðamyrkur.
Í jólasveinabúningnum geymir hann yfirleitt vasaljósið sitt.
Hann þreifar í kringum sig og snertir loks búninginn. Nær í vasaljósið og kveikir.
Nú sér hann í kringum sig vel. Þetta var opin og góð sprunga.

Hann byrjar að labba um. Þetta er eins og völundarhús.

Brátt kemur hann auga á blóð. Blóðlínu sem kom úr öðrum göngum og stefnir áfram.
Jólasveinninn ákveður að gá hvað þetta sé og fylgir línunni.

Það sem jólasveinninn á eftir að sjá er ekki fögur sjón…

Munu jólasveinninn og Tumi hittast aftur?
Er Tumi dáinn?
Hvað var svona ófögur sjón?

Fylgist með í næsta parti.