jólasveinninn rekinn-partur 2 Partur 2

Þið sem vitið ekkert hvað sé að ske, lesið part 1

…Jólasveinninn spyr hvað sé hægt að gera. Tumi segist hafa hugmynd.

,,Við getum farið í dulargervi og platað Meme” segir Tumi stoltur með sína hugmynd.
,,Já, ég skal vera jólasveinn og þú álfur. Virkar það” segir jólasveinninn og reynir að gera lítið úr Tuma.
,,þú hefur ekki skárri hugmynd, herra” svarar Tumi fyrir sig.
,,júbb. Ég verð álfur og þú verður Jólasveinn” svarar jólasveinninn.

Þeir fara í gervin sín og hyggjast finna höll Memear.

,,Júlíus, þú ekur” kallar jólasveinninn.
,,Ég heiti Tumi, herra” svar Tumi.
,,Ert þú að segja mér að þú hafir aldrei séð Stellu í orlofi?” spyr jólasveinninn.

Nú leggja þér af stað.

Tumi er við stýrið því hann er núna jólasveinninn.

Hátalarakerfi: ,,Við erum í fjögur þúsund feta hæð og loftið er rakt. Hitinn utandyra er –20° og búist er við strekkingu sunnanlands”
,,Nauj! Ertu með hátalarakerfi í sleðanum?!” spyr Tumi undrandi.
,,Já, auðvitað. Þú getur líka pantað franskar og kók í gegn um það” svarar jólasveinninn.

Mikill sviftivindur feykir sleðanum á hlið og hann hrapar niður ásamt öllum hreindýrunum.
Jólasveinninn og Tumi halda lífsmarki.

,,Rúúúdóóólf!” öskrar jólasveinninn meðan hann hleypur til hreindýrsins.
,,Farðu hú-húsbóndi, ég…ehh…ég kemst ekki með þér lengra” kemur Rúdólf upp úr sér.
Tár lekur niður kinnina á jólasveininum.
,,Þú hefur verið góður húsbóndi, góður maður, góður faðir” segir Rúdólf með tárin í augunum.
,,Ekki fara” segir jólasveinninn með kökkinn í hálsinum.
Tumi er hágrátandi líka.
Öll jörðin er hulin hreindýrum sem hafa dáið.
Brátt sjá þeir augun á Rúdólf lokast í síðasta skipti.
Rúdólf með rauða trýnið dó.

Hvað gerist nú?
Tumi og Jólasveinninn eru fastir á norðurpólnum.
Hreindýrin dáin og jólasveinninn sorgmæddur vegna dauða Rúdólfs.
Hvað gerist næst?

Fylgist með í næsta parti.