partur 1

Jólasveinninn var önnum kafinn við að búa til gjafir handa börnum heimsins. Allir urðu nú að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Hann var svo önnum kafinn að hann heyrði ekki í aðstoðarálfinum Tuma þegar hann var að kalla á sig.

,,trallallallallalla” Glumraði upp úr jólasveininum á meðan hann lagði lokahönd á glæsilegan Ferrari.
,,Þá veit maður hvað Brooklin sonur Beckhams fær í skóinn. Hohohó og Hahaha” sagði jólasveinninn mjög klár með sig.

,,Master!” öskraði Tumi og þá loksins heyrði jólasveinninn í honum.
,,Já, litli minn. Hvað var það?” svaraði jólasveinninn.
,,Það er smá probblem” sagði Tumi.
,,Ha?” sagði jólasveinninn gáttaður.
,,Það er smá probblem” endurtók Tumi.
,,Hvað í andskotanum ertu að tala um!?” öskraði jólasveinninn.
,,Það er vandarmál!” öskraði Tumi á móti.
,,Hvert er það?” spurði jólasveinninn.
,,Við höfum fengið umslag sem var stílað á þig” svaraði Tumi.
,,Jebb” svaraði jólasveinninn og var ekki alveg að átta sig á vandarmálinu.
,,Það sem stendur í því er vandarmálið” svaraði Tumi.
,,Kíktuði í mitt bréf?” spurði jólasveinninn pirraður.
,,Ha?…nei…eh…lestu bara bréfið maður!” svaraði Tumi.

Jólasveinninn tók við bréfinu og byrjaði að lesa. Maður gat séð hvernig reiðin magnaðist innan með honum sem og utan. Jólasveinninn var orðin rauður í framan af reiði og svo að lokum reif hann bréfið allt í tætlur og sagði ljót og bönnuð orð.

,,)$(#&!””#%/!” öskraði jólasveinninn.
,,Vá! Ég vissi ekki að það væri hægt að öskra svona merki” sagði Tumi og var stoltur af manninum. ,,Ég gat einu sinni öskrað kassa og upphrópunarmerki en ekki meir. Ég er bara nokkuð stoltur af þér” hélt Tumi áfram.
,,Hvernig geta þessir bastarðar gert mér þetta?” spurði jólasveinninn bandvitlaus á meðan hann reif bréfið í tætlur.
,,Ég veit hvernig þér líður herra. Mér líkar þetta ekki heldur en eitthvað annað verður að gerast í lífinu. Það verða að koma breytingar” reyndi Tumi að útskýra.
,,Að nota kalkípappír fyrir bréf. Hálfvitar!” sagði jólasveinninn.
,,Ha?” sagði Tumi gáttaður. ,,Lastu nokkuð bréfið?” spurði hann svo.
,,Til hvers?” sagði jólasveinninn. ,,Þetta er ábyggilega frá eitthverjum krakka að sníkja eitthvað”
,,Nei þetta var ekki frá krakka að sníkja eitthvað” svaraði Tumi.
,,Hvað þá?” spurði jólasveinninn á meðan han reyndi að púsla bréfinu aftur saman.
,,Þetta er undirskriftalisti til að fá þig úr starfi” útskýrði Tumi

Jólasveinninn spyr hver sé að reyna að fá hann úr starfi og kemst að því að það er Meme. Stórbrjálaður og geðveikur maður sem oft hefur reynt að koma í veg fyrir að jólasveininum takist að láta alla krakka í heiminum fá dót á jólunum.
Jólasveinninn spyr hvað Meme ætlar að gera sem er betra en hann sjálfur gerir.
Tumi svarar að hann ætli að leggja jólin niður og engin í heiminum fái jól.
Jólasveinninn segir að það sé enginn ánægður með það nema kannski djöfullinn, Osama Bin Laden og Grinch. Eitthvernvegin verður hann að koma í veg fyrir að þessi hræðilegur atburður gerist.
Jólasveinninn spyr hvað sé hægt að gera. Tumi segist hafa hugmynd…

Hvað er að ské á norðurpólnum?
Fær jólasveinninn starfið sitt aftur?
Hvaða hugmynd fékk Tumi?

Fylgist með í næsta parti.