Saell
Já, ég veit ad ég held hvad thú ert ad upplifa, thó ad tilfinningar okkar allra séu náttúrulega ödruvísi.
Pabbi minn var rosalega veikur um jól fyrir nokkrum árum. Hann var greindur med krabbamein í ágúst thad árid, og laeknarnir sögdu okkur ad búast vid því ad hann yrdi farinn frá okkur fyrir jól. En hann þraukadi, og þrátt fyrir ad hann hafi verid mjög veikur, þá var yndislegt ad hafa hann hjá okkur um jólin. Hann dó mánudi seinna, tveimur dögum fyrir 19 ára afmaelid mitt. Heimurinn minn hrundi, vid vorum rosalega náin, og ég hreinlega gat ekki skilid þetta.
Hann var rosalegur jólakall, alltaf kátur, setti upp seríur, vid tvö bjuggum til konfekt saman, fórum í baeinn og versludum gjafir fyrir mömmu og svona. Og þó hann hafi verid stór partur af jólunum sem og mínu lífi, þá eru jólin ekkert erfidari en allir hinir dagarnir án hans. Jólin voru hinsvegar rosalega erfid fyrir mömmu, og þad lidu ad ég held þrjú ár þangad til henni fór ad hlakka til jólanna aftur, og þad gerdi þetta erfidara fyrir okkur systkinin.
Mér finnst ömurlegt ad pabbi minn sé ekki hérna lengur, en ég veit ad honum lídur vel þar sem hann er, og ad hann vill þad sama fyrir okkur. Vid reynum ad gera þad besta úr hlutunum, vid skálum alltaf fyrir honum, minnumst gódra stunda og tölum mikid um hann. Hann var alltaf gladur og alvega rosalega fyndinn, þannig ad vid hlaejum mikid þegar vid tölum um hann.
Þad er ekkert töfrarád sem ég get gefid þér, þad tekur mislangan tíma ad komast yfir svona hluti. Ég fluttist frá Íslandi ári eftir ad pabbi dó, því ad líf mitt þar var ekki þad sama. Ég by enn úti ….. kannski ad þad hafi hjálpad mér vid þetta, hver veit. En reyndu bara ad njóta jólanna, og allra annara daga, því ad þad er þad sem mamma þín vill. Ef þú vilt ekki setja upp seríur, ekki setja upp seríur. Ef þú vilt fá smá ljós í dimmum mánudi til þess ad hjálpa vid ad birta til, settu þá upp seríur og hugsadu hvad var gaman þegar þid mamma þín gerdud þad saman. Því midur fáum vid ekki þessar stundir aftur, en sem betur fer getum vid hugsad um þaer eins oft og vid viljum, þad tekur enginn frá okkur.
Og eitt enn í lokinn, ef þú vilt gráta yfir Ó helga nótt, þá gráttu, þad er rosalega gott. Ég brosti nú smá þegar ég las þad hjá þér, því ad ég var ad hlusta á þad núna í hádeginu, og ég grét. Margar ástaedur fyrir því, ég var ad kvedja manninn minn í tvaer vikur því hann var ad fara í vidskiptaferd ….. af því ad þegar ég hlusta á þad lag verdur mér hugsad til pabba, og minnar fjolskyldu á Íslandi. Af því ad mér finnst þetta fallegasta jólalag í heimi, ég elska íslensk jól en kemst ekki heim þessi jól. En þad er alveg rosalega gott ad gráta þegar manni langar til, þad hjálpar mikid.
Allavega, þetta er ordid allt of langt. Gangi þér vel, og ég vona ad þú eigir gledileg og ánaegjuleg jól.
Bestu kvedjur
eyk