Mér finnst alveg rosalega gaman á jólunum, en það er eitt sem mér finnst fólk alltaf gleyma og það er um hvað jólin snúast um.
Það er alveg rosalega huggulegt að setja upp ljósaseríur, skreyta, hafa jólatré og eitthvað í þá áttina, en hvernig tengist það Jesú og fæðingu hans?
Ég hef verið að pæla svolítið í þessu, og ég vil taka það fram að ég er ekkert neitt sérstaklega trúuð, hverjum fór að detta í hug að setja upp jólatré, jósaseríur o.s.fr. ?
Mig langar að fá svar við þessu og það væri gaman að heyra ef einhver vissi eitthvað um þetta!! =)
brosbirta:)
P.S. ER EKKI AÐ FARA SNJÓA BRÁÐUM? ÉG VIL SNJÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓ!! :)