Ég samhryggist þér vegna ömmu þinnar og vinar þíns.
Ég hef sosum engin töfraráð fyrir þig, enda hefur það enginn, við höfum öll svo svakalega mismunandi sorgarleiðir.
En til að byrja með þá skaltu hiklaust leyfa þér að gráta yfir þessum lögum! Án þess þó að festast í sorg og söknuði, það er gott að losa um og gera sér grein fyrir því að það er allt í lagi að gráta.
Mér finnst virka vel á mig að huxa um góðu stundirnar, en ég veit að það virkar ekkert á alla. Prufaðu t.d. að rifja upp skemmtileg jól með ömmu þinni, mundu eftir skemmtilegum pakka sem hún gaf. Mín amma byrjaði alltaf að kaupa gjafir um sumar, og pakkaði þeim inn. Svo var hún alltaf að sjá eitthvað meira sem hana langaði að gefa, þannig að hún pakkaði því inn líka og límdi svo alla pakkana sama, þetta voru allt uppí 5 pakkar, allir í sitthvorum pappírnum. Svona minningar hjálpa mér. Endilega prufaðu þetta.
Mundu það svo líka að hvorki amma þín né vinur þinn myndu vilja sá þig eyða heilum jólum í sorg vegna þeirra, huxaðu málið utfrá þér, myndir þú ekki vilja að þínir aðstandendur gætu notið jóla með þig í huga? Það hjálpar mér líka =)
Ég vona að þú finnir eitthvað í svörunum sem getur hjálpað þér!
Kv