Ég kemst ekki í jólakap fyrr en á þorláksmessu, þá dríf ég mig niður í bæ og kaupi jólagjafir handa vinum og ættingjum… og ekki í troðninginum í Kringlunni mind you… heldur finnst mér best að labba niður Laugaveginn með vini mínum og versla í litlum búpðum þar sem lítið er að gera… hitta svo stelpurnar okkar á kaffihúsi á eftir (eftir að þær hafa verið í 6 tíma í Kringlunni að kaupa einn kertapakka).
Þannig að ég err að spá í hvenær þið komist í jólaskap… nú þegar eða einhverntíman seinna… kannski aldrei?
————–