Fyrir nokkrum árum lennti ég í því að ég mamma mín og pabbi vorum að fara í jólaboð á aðfangadag til ömmu minnar. En hún bjó þá ekki í Reykjavík þannig að við þurftum að keyra svolítið lengi til þess að komast á leiðarenda. Við vorum u.þ.b. hálfnuð heim til hennar en þá kom lögreglan og stoppaði okkur og sagði að það væri ófært. Við þurftum því að snúa við og keyra heim. En við áttum ekki mikið að borða og engar búðir voru opnar á aðfangadadskvöld þannig að það endaði með því að við borðuðum spælt egg og brauð. Þetta voru nú samt alveg mjög skemmtileg jól þótt að ég mundi kannski ekki vilja lenda í þessu aftur..:)
Endilega skrifið ef að þið hafið haldið einhver öðruvísi jól, það er svo gaman að lesa það:)!!
Gleðileg jól
Rúna